Sprengistjarna
Sprengistjarna er sólstjarna sem springur. Sólstjarna verður að sprengistjörnu þegar hún hefur eytt öllu eldsneyti og tekur því að falla saman undan eigin þunga með þeim afleiðingum að ytri lögin þeytast út í geiminn af miklu afli, en eftir situr þéttur nifteindakjarni. Eru meðal mestu hamfara sem þekkjast í alheimi, en orkan sem losnar úr læðingi er það mikil að stjarnan verður jafn björt eða bjartari en vetrarbraut. Þyngri frumefni reikistjarnanna, t.d. járn á jörðu, myndaðist í sprengistjörnu.
Sprengistjörnur eru fágætar og síðast sást til sprengistjörnu í Magellanskýinu árið 1987.