Ljós er rafsegulbylgjur innan ákveðins tíðnisviðs, en oftast er átt við það tíðnisvið sem mannsaugað greinir. Við nánari athugun er hægt að sýna að ljós er í senn bylgjur og ljóseindir og er í því sambandi talað um tvíeðli ljóss. Frægasta tilraunin sem sýnir fram á bylgjueðli ljóss er tvíraufa tilraun Youngs, þar sem ljósi er beint í gegnum tvær raufar, með bili milli raufann af sömu stærðargráður og bylgjulengd ljóssins. Ljósið sýnir þá svokallaða samliðunar- eða víxleiginleika. Ein helsta tilraunaniðurstaða, sem styður tilvist ljóseinda ljósröfun, þar sem ljós örvar frumeind og veldur ljósröfun. Til þessa dags hefur ekki verið unnt skýra þess tilraun með ljósbylgjum.

Rafsegulrófinu lýst með tilliti til tíðni og bylgjulengdar, þar sem sýnilegt ljós er auðkennt.

Sýnilegt ljós, sem er það ljós sem mannsaugað getur numið, með bylgjulengd á bilinu 400 til 700 nm. Sýnilegt ljós spannar því rafsegulrófið milli innrauðs og útfjólublás ljóss. Ljóshraðitómarúmi) er 299.792.458 m/s.

Ljósgjafi er hlutur, áhald eða tæki sem gefur sýnilegt ljós, t.d. kerti, ljósapera, flúrljós og tvistur (díóða). Geislatæki gefur geislun, sem að mestu utan sýnlega sviðsins, en geislagjafi gefur jónandi geislun, sem stafar af geislavirkni.

Tengt efni

breyta