Stafræn ljósmyndun

Stafræn ljósmyndun er ljósmyndun með stafrænum ljósmyndavélum, sem nota myndflögu í stað filmu til að taka myndir.

Casio Exilim, stafræn myndavél

Forsaga stafrænna myndavéla

breyta

Stafrænar myndavélar eiga uppruna sinn að rekja til myndbandstækisins og voru þróaðar út frá þeirri tækni. Myndbandstækið var fundið upp árið 1951 og virkar þannig að lifandi myndum er breytt í stafræn merki og vistaðar á segulband. Bæði sjónvarpsupptökuvélar og stafrænar myndavélar nota CCD (Charged Coupled Device) til að nema litbirtu og styrkleika. Á 7. áratug 20. aldar hætti NASA að nota hliðstæð merki og hóf notkun á stafrænum merkjum til að kortleggja yfirborð tunglsins og sendi því stafrænar myndir til jarðar. Á þessum tíma hóf hið opinberaNorður-Ameríku) að innleiða stafræna tækni og stuðlaði það að framförum í þróun á tækninni á bakvið stafrænnar mynda­töku.

Fyrstu stafrænu myndavélarnar

breyta

Árið 1972 fékk Texas Instruments fyrsta einkaleyfið á filmulausri myndavél en það var ekki fyrr en í ágúst 1981Sony gaf út Sony Mavica, fyrstu stafrænu kyrrmyndavélina sem fór á markað. Myndirnar voru vistaðar á mini disk og síðan settar í myndlesara sem var tengdur við sjónvarpsskjá eða litaprentara. Þessi myndavél var samt ekki talin sönn stafræn myndavél þrátt fyrir að hún hafi byrjað stafrænu myndavélabyltinguna því að þetta var myndbandsupptökuvél sem tók frystiramma. Myndavélarisinn Kodak hóf þátttöku sína í kapphlaupinu í miðjum 8. áratugnum, stuttu eftir veitingu einkaleyfisins til Texas Instruments, og þróaði myndavélanemar sem umbreyttu ljósi í stafrænar myndir og árið 1986 tókst fyrirtækinu að finna upp fyrstu megamynddeplanemana sem gat vistað 1,4 milljónir mynddepla. Árið eftir gaf Kodak út 7 vörur sem höfðu eitthvað með stafræna ljósmyndun að gera og árið 1990 þróuðu þeir Photo CD kerfið þar sem hægt var að setja stafrænar ljósmyndir á geisladisk til einfaldrar skoðunar.

Almennur markaður

breyta

Fyrstu stafrænu myndavélarnar sem komu á almennan markað sem hægt var að tengja við heimatölvu gegnum serialkapal voru Apple QuickTake 100 myndavélarnar þann 17. febrúar 1994 en Kodak var ári eftir og gaf út Kodak DC40 myndavélina 28. mars 1995. Kodak, ásamt Kinko og Microsoft, hófu aðgerðir til að kynna stafrænu ljósmyndatæknina til almennings og setja upp söluturna þar sem fólk gat búið til Photo CD geisladiska og ljósmyndir. IBM hóf samstarf við Kodak um að þróa myndavélaskiptanet sem byggðist á Internetinu. Hewlett Packard var fyrsta fyrirtækið til að framleiða bleksprautuprentara sem prentuðu litmyndir og var það rúsínan í pylsuendanum sem leyddi til þess að stafræna myndavélabyltingin náði til almennings.

Myndnemarnir

breyta

CCD myndnemarnir eru algengastir á meðal þeirra sem notaðir eru venjulega í stafrænum myndavélum. Þegar ljóseindir snerta yfirborð CCD nemans, þá orsakar það hreyfingu rafeinda og þær safnast í þéttunum. Rafeindunum er síðan raðað eftir með venjulegum rafpúlsum og numdar af rafrás sem flytur rafeindirnar í hverjum depli í þétti, mælir og magnar upp rafspennuna. Þéttarnir eru síðan tæmdir. Þessi tegund myndnema er miklu betri en ljósmyndafilma þar sem CCD nemarnir bregðast við 70% af ljósinu sem fellur á flötinn en ljósmyndafilman nær eingöngu um tveim prósentustigum sem gerir það að verkum að fyrrnefndu nemarnir voru teknir upp af stjarnfræðingum.

Gagnageymslubúnaður

breyta

Margir staðlar eru til yfir minniskortin sem geyma ljósmyndirnar stafrænt og eru þau misgóð. Öll þessi kort hafa mismunandi aðferðir til að geyma myndirnar en þær eru of margar til að rekja hérna. Í upphafi voru þessi kort afar lítil miðað við það sem hægt er að fá í dag. Fyrir nokkrum árum fylgdi venjulega með eitt 4ja megabæta minniskort í stafrænum myndavélum sem var alls ekki nóg en í dag er hægt að fá minniskort allt að 4 gígabæti að stærð, eða jafnvel með meira rými en það.

Kostir stafrænnar ljósmyndunar

breyta

Helstu kostirnir við stafræna ljósmyndun er t.d. að hægt er að skoða myndirnar án þess að bíða eftir að filmurnar eru framkallaðar og ef eitthvað er að myndinni, þá er hægt að taka aðra í staðinn. Fleiri kostir eru í boði eins og að eingöngu þarf að borga fyrir prentun á myndunum sem takast, stafrænar geymsluaðferðir eru ódýrari en á filmu, stafrænar myndavélar eru minni en jafn góðar myndavélar sem nota filmu, notkun á stafrænni myndavél reynist vera ódýrari en venjuleg myndavél yfir lengri tíma litið og CCD myndnemarnir geta numið innrautt ljós með því að breyta ákveðinni stillingu á meðan venjulegar myndavélar þurfa sérstaka filmu fyrir verkið. Síðast en ekki síst, þá er hægt að taka miklu fleiri myndir án þess að skipta yfir í annað minniskort og hefur geymsluplássið í stafrænum minniskortum verið að aukast verulega undanfarin ár.

Gallar stafrænnar ljósmyndunar

breyta

Þrátt fyrir alla þessa yndislegu kosti, þá fylgja samt með gallar. Öllum tækjum fylgir orkunotkun og eru stafrænar ljósmyndir ekki enn þá hagnýtar í þeim efnum. Þar að auki eru það mjög fáar stafrænar myndavélar sem geta tekið betri myndir en ódýrari venjulegar myndavélar. Stafræn tækni býður líka upp á misnotkun vegna þess að það er sífellt auðveldara að falsa myndir með fáum verksummerkjum og gæti það t.d. grafið undan orðspori fólks eða valdið öðrum skemmdarverkum.