Sorpstjórnun

(Endurbeint frá Sorpstjórnunar)

Sorpstjórnun er það að safna, flytja, meðhöndla og endurvinna eða eyða sorpi. Sorpstjórnun tekur á stjórnun sorps sem hefur verið framleitt af mönnum og er framkvæmd til að draga úr áhrifum þess á heilsu fólks og umhverfinu. Sorpstjórnun má líka framkvæmast til þess að endurheimta auðlindir úr sorpi. Sorpstjórnun má varða vinnslu fastra, fljótandi, gaskendra og geislavirkra efna.

Sorpstjórnun í Nepal.

Sorpstjórnun er öðruvísi í þróundarlöndum og þróuðum löndum, í þéttbýlum og dreifbýlum, og í heimilum og iðnaði. Yfirleitt sér borgarstjórn um stjórnun heimilissorps í þéttbýlum, en stjórnun verslunar- og iðnaðarsorps er séð um af framleiðendunum.

Aðferðir

breyta

Eyðing

breyta

Landfylling

breyta
 
Þjöppunarbíll á urðunarstað.

Sorpeyðing með landfyllingu varðar það að grafa sorpið inn í jörðina á urðunarstað. Þessi er helsta sorpeyðingaraðferðin í notkun í flestum löndum. Oft eru urðunarstaðir staddir í gömlum grjótnámum eða samfelldum námum áður undir jörðinni. Vel hannaðir urðunarstaðir eru þrif og ódýr háttur til að eyða sorpi. Eldri eða illa hannaðir urðunarstaðir geta haft neikvæð áhrif á umhverfinu, eins og vindblásið rusl, framkomu meindýra og vökvi sem berst í jarðveginn. Almenn aukaafurð landfyllingar er gas, sem samanstendur af metani og koltvísýringi, og brotnar niður á loftfælinn hátt. Úr þessu gasi getur komið óþægilegt lykt, og það getur drepið jurtir. Það er líka gróðurhúsalofttegund.

Brennsla

breyta

Sorpeyðing með sorpbrennslu er það að brenna sorp í brennsluofni. Brennsluofnar gera sorp að hita, gasi, gufu og ösku.

Bæði einstaklingar og fyrirtæki nota brennslu til sorpeyðingar. Hún má nýtast í eyðingu fastra, fljótandi og gaskendra efna. Brennsla er talin nýtast í eyðingu nokkurra spilliefnanna. Hún er líka þrætugjörnu sorpeyðingaraðferð vegna losunar mengunar.

Brennsla er almenn aðferð til sorpeyðingar í löndum eins og Japan, þar sem það er ekki nógt plass til landfyllingar. Hægt er að framleiða rafmagn með því að brenna sorp, en sorpbrennsla er ekki fullkomin eyðingaraðferð vegna hættulegra mengunarvalda sem brennslofnar gefa frá sér.

Endurvinnsla

breyta
 
Flokkun af efnum til endurvinnslu.

Hægt er að endurvinna mörg efni, til dæmis pappír, pappa, gler, flestar plasttegundir, ál og aðra málma, og svo framvegis. Þarf að hreinsa og stundum taka hluti í sundur fyrir að endurvinna þá. Einnig getur verið alveg dýrt að endurvinna nokkur efni, og það er erfitt að fá hrein efni úr endurunnum efnum. Oftast eru endurunnin efni notuð í framleiðslu ólíkra efna, til dæmis má endurunninn pappír vera notaður til að framleiða pappa.

Einnig er hægt að endurvinna rafeindavörur en þetta getur verið erfitt og þarf að maður teki vöruna í sundur og þá komi með henni á sérstaka endurvinnslustöð.

Meðhöndlun og flutningur

breyta

Verklög til meðhöndlunar og flutnings sorps eru ólík um allan heim. Yfirleitt sér borgarstjórnin um sorpsöfnun á sérstöku svæði. Í sumum nágrennum, sérstaklega í þróunarlöndum, er ekki til kerfi til sorpsöfnunar.

Í flestum þróuðum löndum keyra sorpbílar um þéttbýli og taka sorppoka frá gangstéttinni. Í sumum löndum gefur borgarstjórn íbúum nokkrar sorptunnur sem standa við hús svo að maður geti flokkað sorp heima. Þá eru þær tæmdar vikulega og sorpbílarnir koma á urðunarstað og/eða endurvinnslustöð með innihald þeirra.

Í háum íbúðabyggingum eru til sorprennur sem maður setur sorppoka í. Þessar sorprennur tæmast í gáma sem er þá tæmdur af borgarstjórninni.