Endurvinnsla er aðferð eða sú stefna að nýta hluta sorps til að búa til nýtilegt efni með því markmiði að minnka þörf á nýjum hráefnum og minnka mengun. Sorp, sem mögulegt er að endurvinna, er til dæmis gler, pappír, málmar, malbik, bylgjupappi, fatnaður og sum plastefni.

Alþjóðlega endurvinnslatáknið.

Hagfræði endurvinnslu

breyta

Mikil umræða hefur skapast á undanförnum áratugum um það hvort endurvinnsla sé hagkvæm fyrir samfélög. Ýmsir fullyrða að kostnaður við að halda utan um endurvinnslu sé margfalldur á við hefðbundina losun úrgangs. Sú fullyrðing á þó að engu leyti við öll samfélög þar sem sýnt hefur verið að því stærra sem samfélagið er, því hagkvæmara er að halda úti endurvinnslu. Þar ræður reglan um stærðarhagkvæmni.[1]

Niðurstöður rannsóknar hafa bent á að í Bandaríkjunum einum starfa um 50.000 fyrirtæki í endurvinnslugeiranum og hafa þau skapað yfir milljón störf. Borgaryfirvöld í New York óttuðust í fyrstu að endurvinnsla yrði borginni mjög kostnaðarsöm, en ítarleg rannsókn á starfsseminni leiddi í ljós að skilvirk endurvinnsla myndi spara borgina yfir 20 milljónir dollara.[2]

Sveitarfélög sjá fjárhagsávinning í skilvirkri endurvinnslu, einkum þegar að mikil þörf er á landfyllingu. En fjárhagsávinningur er aðskilinn efnahagslegum ávinningi. Efnahagsleg greining á endurvinnslu inniheldur ekki ytri þætti, þ.e., þá þætti kostnaðar og ávinnings sem ekki er hægt að verðleggja. Til dæmis má nefna: minnkun á loftmengun og gróðurhúsaáhrifum sem kemur frá brennslu, minni spilliefni vegna landfyllinga, minni orkunotkun og jákvæð áhrif vegna úrgangs og álags á auðlindir.[3]

Árið 2005 staðfesti Umhverfisstofnun Bandaríkjanna (EPA) ávinning endurvinnslu og þá einkum þegar kom að útblæstri kolefna. Umhverfisstofnun Bretlands tók undir þá greiningu.[4]

Kostnaður

breyta

Sparnaður í gegnum endurvinnslu er háður því hversu skilvirk kerfið er notað. Kostnaðurinn er þá einnig háður hinum ýmsu þáttum samfélagsins, svo sem landfyllingargjöldum og hversu mikið samfélag í raun nýtir endurvinnsluna. Local Self-Reliance stofnunin heldur því fram að samfélög spari pening þegar þau meðhöndla endurvinnslu sem arftaka hina hefðbundnu úrgangsvinnslu í stað þess að nota hana sem viðbót.[5]

Gagnrýni

breyta

Hagfræðingurinn Steven Landsburg hefur haldið því fram að endurvinnsla pappírs komi í raun í veg fyrir fjölgun trjáa. Rök hans byggjast á því að þar sem pappírsfyrirtæki sjá hag sinn í að endurnýja skóga sína, að þá hefur mikil eftirspurn eftir pappír áhrif á fjölgun trjáa. Þar sem skógræktarfyrirtæki planti fleirum trjám í stað þeirra sem notuð eru.[6]

Umhverfissamtök eru hinsvegar á öndverðri skoðun. Þau hafa bent á það að skipulagðir skógar standa þeim náttúrulegu langt að baki. Að jarðvegur sé umtalsvert heilbrigðari í þeim náttúrulegu þar sem mikil jarðvegseyðing á sér stað í skipulögðum skógum. Því þurfi að nota gríðarlega mikið af tilbúnum áburði til að rækta ný tré. Ennfremur benda þau á að ung, lítil tré sé aumur staðgengill stórra og mikilfengilegra trjáa sem njóta sín í náttúrulegum skóum.[7]

Tilvísanir

breyta
  1. Lynn R. Kahle, Eda Gurel-Atay, Eds (2014). Communicating Sustainability for the Green Economy.
  2. No Author, No Author. "Recycling Benefits to the Economy". www.all-recycling-facts.com
  3. University of Massachusetts. Lowell, Department of Environmental, Earth & Atmospheric Sciences. „Minerals and Forensic Science“.
  4. The Economist. (2007) "The truth about recycling".
  5. Waste to Wealth The Five Most Dangerous Myths About Recycling. (2006)
  6. Landsburg, Steven A. The Armchair Economist.
  7. Baird, Colin (2004). Environmental Chemistry (3rd ed.) W. H. Freeman
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.