Jeanine Deckers

(Endurbeint frá Soeur Sourire)

Jeanine Deckers (skírnarnafn: Jeanne-Paule Marie Deckers) (17. október 1933 í Wavre Belgíu29. mars 1985 í Wavre) var nunna af reglu dóminíkana í Belgíu, en hún er betur þekkt sem hin „syngjandi nunna“ eða „hin brosandi systir“ (franska: „Soeur Sourire“). Hún hlaut heimsfrægð árið 1963 þegar lag hennar Dominique trónaði á toppi flestra vinsældarlista víðsvegar um heiminn.

Soeur Sourire - skopmynd af Syngjandi nunnuni

Æviágrip

breyta

Jeanine Deckers var nunna af reglu dóminíkana í Fichermont, Belgíu. Hún semdi, söng og spilaði eigin tónlist við hvert tækifæri í klaustrinu við mikin fögnuð safnaðarins. Reyndar líkaði söfnuðinum gítarlög hennar svo vel að klaustrið ákvað að greiða fyrir útgáfu laga hennar á vínil. Almenningur átti svo að geta fengið að taka eintak af plötu hennar með sér heim eftir heimsóknir í klaustrið.

Árið 1963 var plata hennar tekin upp af Philips Records í Brussel. Innan skamms hafði smáskífan „Dominique“ náð alheims-frægð. Lagið „Dominique“ var spilað látlaust á útvarpsstöðvum víðsvegar um heiminn og í Bandaríkjunum var það meira að segja látið fylgja lagalistum miningarathafna sem haldnar voru eftir launmorðið á John F. Kennedy. Það virtist sem að lagið „Dominique“ hefði sigrað heiminn á einni nóttu og nunnan Soeur Sourire varð vinsæl dægurlagastjarna í kjölfarið. Systirinn brosandi hélt fáa tónleika en söng þó í þætti Ed Sullivan árið 1964 en aðeins á snældu. Hún sóttist ekki sérstaklega eftir frægð og litlu munaði að abbadísin í klaustrinu kæmi í veg fyrir að snældan yrði spiluð í þætti Sullivans.

Vinsældir Dominique féllu ekki í kramið hjá abbadísinni. Hún leit á vinsældir hennar sem „ósvífni“ við klaustrið og Dóminíkusarregluna. Ekki batnaði svo ástandið þegar kvikmyndafyrirtækið MGM kvikmyndaði söngvamynd byggða á lífi Decker árið 1965 þar sem bandaríska leikkonan Debbie Reynolds fór með hlutverk hennar sem nunnu, sem glamrar á gítar og ekur um á vespu og varður ástfangin af Chad Everett. Þetta sama ár dró Syngjandi nunnan sig frá öllu sviðsljósi og afsalaði sér blómstrandi tónlistarferli. En ári seinna skipti hún skyndilega um skoðun, má segja að hugarfar hennar hafi tekið stakkaskiptum. Hún sneri baki við klaustrinu, yfirgaf regluna og sneri sér alfarið að tónlist. Decker lét samt sem áður í ljós andúð sína á athyglinni árið 1967 með því að gefa út plötu undir titlinum „Je ne suis pas une étoile“, sem þýðir „Ég er engin stjarna“. Eftir hafa gefið út plötuna tók hún að sér að semja um umdeild málefni í þjóðfélaginu. Í lagi sínu "Gullna Pillan" beinir hún spjótum sínum að kvenréttindum og getnaðarvörnum sem hún studdi andstætt páfanum sem fordæmdi þær. Ásamt konu að nafni Annie Pescher stofnsettu hún seinna skóla fyrir einhverf börn í Belgíu.

 
Legsteinn Jeanine Deckers

En brotthlaup hennar frá klaustrinu átti eftir að verða henni dýrkeypt. Vinsældir hennar í tónlistarheiminum virtust ekki færa henni þá hamingju sem hún þráði og með tímanum ánetjaðist hún áfengi og notkun ávanabindandi lyfja. Hún lýsti því yfir að hún væri lesbísk og var virkur talsmaður réttinda samkynhneigðra um tíma. En bæði frægðin og vinsældir skólans tóku að dvína og Deckers endaði í vanskilum og mikilli skuldasúpu þar sem hún hafði gefið mest allan ágóðan af frægustu smáskífu sinni til safnaðarins forðum daga. Hún reyndi að gefa út Diskó útgáfu af Dominique til að ná fjármunum út úr fyrri frægð, en allt kom fyrir ekki. Syngjandi nunnan svipti sig á endanum lífi ásamt þáverandi unnustu sinni Annie Pescher árið 1985 með blöndu af áfengi og lyfjum. Ákvörðunina um sjálfsmorðið tók hún eftir að skattheimtan krafði hana um 4.800.000 ísl. kr fyrir vanskil. Upphæðin hefði kostað hana aleiguna og skólann.

Vinsældir Deckers áttu þó eftir að rísa aftur eftir dauða hennar, því í byrjun 10. áratugarins gáfu „The Unity Mixers“ í samvinnu við INDISC út geysivinsælt teknó danslag eftir „Dominique“. Lagið hleypti nýju lífi í sögu nunnunar sem hafði hlotið heimsfrægð með því að syngja og spila fyrir söfnuð sinn, en endaði ævi sína á því að fremja sjálfsmorð sem stórskuldugur lesbískur fíkniefnaneytandi.

Tenglar

breyta