Slímkoli (fræðiheiti: Microstomus pacificus) er nokkuð stór flatfiskur. Augnhlið hans er brún eða grábrún með svörtum blettum. Brúnu blettirnir eru mest á óþroskuðum slímkolum. Þroskaðri slímkolinn getur verið með rauð einkenni í blettum sínum. Á blindu hliðinni er skrápurinn dökkhvítur og getur einnig farið út í brúngráan lit. Skrápur slímkolans er frekar slímugur eins og íslenska nafnið gefur til kynna. Munnur slímkolans er lítill og tennur flatar.

Slímkoli

Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Geisluggar (Actinopterygii)
Ættbálkur: Flatfiskar (Gadiformes)
Ætt: Fleiðruætt (Gadidae)
Ættkvísl: Microstomus (Gadus)
Tegund:
M. pacificus

Tvínefni
Microstomus pacificus
Lockington, 1879

Meðalstærð hrygnunnar er um 30 cm að lengd en getur náð 70 cm, hængurinn verður aldrei lengri en 50 cm. Helsta fæða slímkolans eru rækjur, litlir krossfiskar, litlir hryggleysingjar og svif. Slímkolinn getur náð 45 ára aldri. Slímkolinn er sporöskjulaga fiskur með útstæð stór augu á annari hliðinni og snýr augnhliðin upp og því er slímkoli rétthverfur flatfiskur.

Á ensku bera Microtomus pecificus og Solea solea sama nafnið: Dover sole. Því er algengur misskilningur að um sama fisk sé að ræða.Solea solea dregur nafn sitt af hafnarborginni Dover í Kent í suðausturhluta Englands. Fiskurinn fékk nafngiftina Dover þar sem hvað mestum afla var landað þar á 19. öldinni.

Microtomus pecficus (slímkoli) dregur nafn sitt hins vegar af Solea solea. Solea solea er mun verðmætari fiskur en Microtomus pecificus og veiddur í miklu meira magni í Evrópu og seldur til Bandaríkjanna og markaðsettur undir nafninu Dover sole. Því hefur fólk vestanhafs oft haldið að fisktegundin Dover sole í fiskborðinu sé frá Bandaríkjunum en yfirgnæfandi líkur eru að hann sé frá t.d. Bretlandi.

Hrygning

breyta

Slímkoli hefur lirfulíf sitt eins og aðrar fisktegundir og syndir með bakið upp, kviðinn niður og augu hvort á sinni hlið haussins. Þegar lirfulífi Slímkolans er lokið umbreytist hann og vindir sér yfir á aðra hliðina og botnlífið hefst. Slímkoli lifir á 10–1200 m dýpi. Yfir vetrarmánuðina heldur slímkolinn sig á dýpri sjó 800–1200 m dýpi. Slímkolinn kemst á hrygningaraldur á sjöunda ári. Hængurinn verður kynþroska fyrr en hrygnan. Eftir fimm ára aldur stækkar hrygnan hraðar en hængurinn og verður hrygnan stærri. Hrygningartímabilið stendur yfir frá nóvember til maí og nær hámarki í desember, janúar og febrúar. Minna er um hrygningu í nóvember og mars. Um 30% allra kynþroska hrygna hafa hrygnt í febrúar og í apríl hafa flest allar hrygnt. Það tekur eggin 10–38 daga að klekjast.

Veiðar og fiskimið

breyta
 
Veiðar á slímkola á tímabilinu 1997–2015.

Slímkola var fyrst veiddur við Kaliforníu snemma á 20. öldinni og síðar var farið að landa honum í Oregon og Washington á fimmta áratugnum. Slímkolann má finna á vesturströndinni frá Kaliforníu til Alaska, Beringshafi og austurhluta Aleut-eyja til San Cristobal-flóa, Baja Kaliforníu í Mexíkó. Slímkolinn heldur sig á sandbotni og færir sig á dýpri sjó á veturna. Yfir vetrartímann er veiði mjög lítil vegna vonskuveðurs. Þeir bátar sem veiða slímkolann eru ekki eins vel út búnir eins og þekkist á Íslandi. Slímkolinn er seldur í flökum á mörkuðum og sem minkafóður. Engar haldbærar tölur eru um veiði á slímkola fyrr en frá árinu 1997–2015 þar sem Bandaríkjamenn fóru ekki að flokka flatfiska eftir tegundum fyrr en þá. Slímkolinn er veiddur í botnvörpu.

Heimildir

breyta
  • „Dover Sole“. Sótt 29. janúar 2018.