Hljómskálinn er lágvaxin áttstrend og turnlaga bygging sem stendur á horni Skothúsvegar og Sóleyjargötu, austan megin við Tjörnina í Reykjavík. Hann var fullreistur síðla ársins 1923 og var byggður til að hýsa starfsemi Lúðrasveitar Reykjavíkur[1]. Skálinn var teiknaður af Guðmundi H. Þorlákssyni húsameistara[2]. Hljómskálagarðurinn er nefndur eftir byggingunni.

Hljómskálinn.

Hljómskálinn er 5,5 x 7,3 x 7,5 metrar að stærð. Hann er fyrsta hús í Reykjavík sem var byggt sérstaklega sem tónlistarhús. Endurbætur voru gerðar á húsinu 1995, þá voru gluggar settir í upprunalegt horf og árið 2000 voru settir nýir pílárar í brjóstriðið á þakbrún skálans.

Tilvísanir

breyta
  1. Háskólabókasafn, Landsbókasafn Íslands-. „Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 9. ágúst 2020.
  2. „Hljómskálinn við Reykjavíkurtjörn“. Minjastofnun. Afrit af upprunalegu geymt þann 19. júní 2020. Sótt 9. ágúst 2020.

Tenglar

breyta
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.