Skólahljómsveit Austurbæjar
Skólahljómsveit Austurbæjar er íslensk skólahljómsveit sem var stofnuð árið 1954 af Reykjavíkurborg og hefur starfað óslitið síðan. Núverandi stjórnandi sveitarinnar er Vilborg Jónsdóttir. Æfingar fara fram í Laugarnesskóla í Reykjavík. Lúðrasveitinni er skipt í 3 sveitir; A. B og C. Þeim er skipt eftir aldri og getu. Yngstu nemendurnir eru í A-sveit og yngstu krakkarnir þar eru allt niður í 9 ára gamlir. Krakkarnir í B-sveit eru á aldrinum 10-12 ára og í C-sveit eru krakkar frá 13 ára aldri. Miðað er við að krakkar hætti í skólahljómsveitinni við útskrift úr grunnskóla en hægt er að vera lengur í hljómsveitinni (en ekki í tíma hjá kennara). Skólahljómsveit Austurbæjar er í samstarfi við Tónskóla Sigursveins og Tónmentaskóla Reykjavíkur.