Sjávarsalt er borðsalt sem framleitt er með því að láta sjó gufa upp og fella þannig út saltkristallana. Salt er aðallega notað til geymslu matvæla, í matargerð og við framleiðslu snyrtivara. Í sjávarsalti eru önnur steinefni og sölt sem gefa því annað bragð en er af borðsalti, sem er yfirleitt hreint natríumklóríð sem framleitt hefur verið úr steinsalti, sem unnið er úr jörðu. Sjávarsalt er yfirleitt dýrara en borðsalt og er notað til dæmis sem krydd á hágæða kartöfluflögur.

Sjávarsaltframleiðsla á Île de Ré í Frakklandi

Sjávarsalt er framleitt á eftirfarandi svæðum:

Samsetning

breyta

Sjávarsalt samanstendur af eftirfarandi jónum:

Klóríð (Cl-) 55,03%
Natríum (Na+) 30,59%
Súlfat (SO42-) 7,68%
Magnesín (Mg2+) 3,68%
Kalsín (Ca2+) 1,18%
Kalín (K+) 1,11%
Bíkarbónat (HCO3-) 0,41%
Bróm (Br-) 0,19%
Bórat (BO33-) 0,08%
Strontín (Sr2+) 0,04%
Allt annað 0,01%

Tengt efni

breyta