Apúlía (ítalska: Puglia) er hérað á Ítalíu. Höfuðborgin er Bari. Héraðið er staðsett í suðurhluta skaga landsins, sem liggur að Adríahafi í austri, Jónahafi í suðaustri og Otrantósundi og Taranto-flóa í suðri. Svæðið er 19.345 ferkílómetrar og íbúar þess eru um fjórar milljónir manna.

Héraðið á landamæri að ítölsku héruðunum Mólíse í norðri, Kampaníu í vestri og Basilíkata í suðvestri.

Svæðið heitir Púl eða Púlsland (og Bari heitir Bár) í íslenskum fornritum (t.d. af Nikulási Bergþórssyni).


Tenglar

breyta