Magnesín

Frumefni með efnatáknið Mg og sætistöluna 12

Magnesín[1][2][3] stundum kallað magnín,[1] magníum,[2] eða magnesíum[4][2][3][5][6] (úr latínu: magnesium eftir gríska héraðinu Magnesíu; orðin magnesít og mangan eru af sömu rót) er frumefni með efnatáknið Mg og er númer tólf í lotukerfinu. Magnesín er áttunda algengasta frumefnið og myndar 2% af jarðskorpunni. Það er líka þriðja algengasta uppleysta efnið í sjónum. Þessi jarðalkalímálmur er aðallega notaður sem blendingsefni í ál-magnesín málmblöndur.

  Beryllín  
Natrín Magnesín Ál
  Kalsín  
Efnatákn Mg
Sætistala 12
Efnaflokkur Jarðalkalímálmur
Eðlismassi 1738,0 kg/
Harka 2,5
Atómmassi 24,305 g/mól
Bræðslumark 923,0 K
Suðumark 1363,0 K
Efnisástand
(við staðalaðstæður)
Fast form (meðseglandi)
Lotukerfið

Magnesín er ellefti algengasti málmurinn í mannslíkamanum. Magnesínjónir eru nauðsynlegar frumum þar sem þær leika stórt hlutverk við myndun pólýfosfata á borð við adenósín þrífosfat (ATP), deoxýríbósakjarnsýru (DNA) og ríbósakjarnsýru (RNA). Hundruð ensíma þurfa því á magnesínjónum að halda. Magnesín er líka í miðju blaðgrænusameinda og er því oft bætt í áburð.

Magnesín finnst ekki hreint í náttúrunni vegna þess hve auðveldlega það hvarfast við loft og vatn. Það brennur með björtum hvítum loga og er þess vegna notað í leifturljós.

Tilvísanir

breyta
  1. Stökkva upp til: 1,0 1,1 Orðið „magnesín“ á Orðabanka íslenskrar málstöðvar úr orðasafninu „Eðlisfræði“:íslenska: „magnesín“, „magnín“
  2. Stökkva upp til: 2,0 2,1 2,2 Orðið „magnesín“ á Orðabanka íslenskrar málstöðvar úr orðasafninu „Efnafræði“:íslenska: „magnesín“, „magníum“, „magnesíum“ „Geymd eintak“. Afritað af uppruna á 5. mars 2016. Sótt 4. desember 2024.
  3. Stökkva upp til: 3,0 3,1 Orðið „magnesíum“ á Orðabanka íslenskrar málstöðvar
    íslenska: „magnesíum“, „magnesín“
  4. „magnesíum“. Afrit af upprunalegu geymt þann 13. ágúst 2014. Sótt 9. janúar 2011.
  5. Orðið „magnesíum“ á Orðabanka íslenskrar málstöðvar úr orðasafninu „Sjómennsku- og vélfræðiorð“:íslenska: „magnesíum“
  6. Orðið „magnesíum“ á Orðabanka íslenskrar málstöðvar úr orðasafninu „Bílorð“:íslenska: „magnesíum“
   Þessi efnafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.