Hallgrímskirkja (Hvalfirði)

Hallgrímskirkja í Saurbæ (einnig þekkt sem Saurbæjarkirkja) er kirkja að Saurbæ á Hvalfjarðarströnd í Hvalfjarðarsveit. Kirkjan er helguð minningu Hallgríms Péturssonar en hann var sóknarprestur í Saurbæjarprestakalli á árunum 1651 til 1669.

Hallgrímskirkja (Hvalfirði)
Hallgrímskirkja (Hvalfirði)
Saurbær á Hvalfjarðarströnd (17. ágúst 2007) Tómas Adolf Ísleifur Bickel
Almennt
Byggingarár:  Vígð 28.7.1957
Arkitektúr
Arkitekt:  Sigurður Guðmundsson og Eiríkur Einarsson
Efni:  Steinsteypa og múrsteinn að innan
Turn:  20 m hár
Kirkjurýmið
Altari: Lennart Segerstråle

Guðjón Samúelsson teiknaði fyrstu gerð að kirkjunni og voru undirstöður steyptar eftir hans teikningu. Árið 1953 teiknuðu Sigurður Guðmundsson og Eiríkur Einarsson nýja kirkju. Kirkjan er steinsteypt og klædd múrsteini að innan. Þakið er koparklætt. Turninn er 20 metra hár. Gerður Helgadóttir gerði glerlistaverk kirkjunnar en verk hennar eru sótt í Passíusálmana. Finnski listamaðurinn Lennart Segerstråle gerði fresku sem er í stað altaristöflu. Á altari er róðukross sem talinn er frá því um 1500. Róðukrossinn var í kirkju Hallgríms á 17. öld.

Sjá einnig

breyta

Heimild

breyta

Tenglar

breyta