Samsæriskenningar í Bandaríkjunum

Með samsæriskenningu er átt við tilgátu sem dregur viðteknar hugmyndir um tiltekinn atburð eða ástand í efa og heldur fram langsóttari skýringu þar sem áhrifamikill hópur fólks eru talinn standa fyrir yfirgripsmiklum blekkingum og yfirhylmingu í eiginhagsmunaskyni, oftar en ekki pólitísku, á kostnað annarra. Hugtakið hefur neikvæða merkingu og er haft um illa grundaðar aðdróttanir.

Í gegnum söguna hafa samsæriskenningar verið tengdar fordómum, nornaveiðum, stríðum, þjóðarmorðum o.s.frv.[1] Menn sem fremja fjöldamorð og hryðjuverk réttlæta oft gjörðir sínar með vísun í hugsjónir sem almennt eru taldar til samsæriskenninga, s.s. Anders Breivik og Timothy McVeigh.

Samsæriskenningar eiga það sammerkt að styðjast við fullyrðingar sem erfitt er að sanna eða afsanna og geta þær því verið mjög lífseigar. Á síðari hluta 20. aldar var svo komið að samsæriskenningar einskorðuðust ekki lengur við jaðar samfélagsins. Efasemdir í garð stjórnvalda og vísinda urðu fyrirferðarmikil og kenningar um ýmis konar ráðabrugg, leyndarhyggju og yfirhylmingu valdahópa sem stönguðust á við það sem talið var til almennrar þekkingar óx fiskur um hrygg. Tortryggni í garð bólusetninga má t.a.m. rekja beint til kenninga um að þær geti valdið einhverfu, geðklofa, vöggudauða o.fl. þrátt fyrir að rannsóknir geti ekki sýnt fram á tengsl við bólusetningar.[2] Árið 2019 var höfnun bólusetninga á lista Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar yfir tíu mestu ógnanir við heilsu fólks.

Samsæriskenningar í Bandaríkjunum

breyta

Í Bandaríkjunum hafa samsæriskenningar skipað sífellt áhrifameiri þátt í stjórnmálalífi þjóðarinnar. Að loftslagsbreytingar af mannavöldum sé áróður frá Kína til að grafa undan samkeppnishæfi framleiðslugreina í Bandaríkjunum[3] og að enginn viti hvort hlýnun jarðar sé raunveruleg.[4] Ríkisstjórn George W. Bush var treg til að taka þátt í alþjóðlegu átaki til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og hefur verið sökuð um að standa fyrir leynilegri herferð í Bandaríkjunum beinlínis til að vekja efasemdir um réttmæti loftslagsvísinda sem halda fram hlýnun jarðar.[5]

Ýmsir hafa leitað skýringa á auknum áhrifum samsæriskenninga innan Bandaríkjanna. Sagnfræðingurinn Richard Hofstadter tók fyrir hlutverk vænisýki og samsærishyggju (e. paranoia and conspiracism) í sögu Bandaríkjanna árið 1964 í ritgerðinni “The Paranoid Style in American Politics”. Hugtakið “paranoid” kveðst Hofstadter fá að láni úr klínískri sálfræði til að lýsa pólitískum einkennum og viðurkennir að hugtakið sé niðrandi. Það eigi að vera það. Því sé ekki ætlað að stimpla menn í nútíð eða fortíð sem brjálaða menn heldur að vera lýsandi fyrir þá vænisjúku nálgun að stjórnmálum sem hefði verið gegnumgangandi þema í stjórnmálasögu Bandaríkjanna. Hofstadter segir nauðsynlegt að skilja sálfræðilega hugtakið frávarp[6] til að átta sig á sálarlífi bandarískra stjórnmála, en frávarp er það að eigna öðrum sínar eigin óviðunandi kenndir, hvatir og tilfinningar. Þeir sem sjá skrattann í hverju horni eru líklega ekki traustsins verðir sjálfir. Hugtakið samsærishyggja hlaut enn meiri athygli á 9. áratugnum þegar Frank P. Mintz skilgreindi það sem trúna á það að söguleg framvinda væri saga samsæra.[7]

Samsæriskenningar (1990 – 2020)

breyta

Clinton Body Count

breyta

Clinton Body Count er samsæriskenning sem varðar fyrrum Bandaríkaforseta Bill Clinton og eiginkonu hans Hillary Clinton, talið er að þau hafi látið drepa 50 manns sem þau hefðu umgengst.[8] Þessar kenningar hafa verið á flögri síðan 1990, þegar heimildarmynd kom út sem heitir The Clinton Chronicles, sem var framleidd af Larry Nichols. Í myndinni eru þau sökuð um ýmsa glæpi og morð.[9]

Vince Foster

breyta

Vince Walker Foster Jr. (15. janúar 1945 – 20. júlí, 1993) var Bandarískur lögmaður, hann starfaði sem aðstoðarráðgjafi í Hvíta húsinu fyrir Clinton stjórnina. Hann var ekki ánægður með starf sitt í pólitík og féll í þunglyndi. Árið 1993 fannst hann látinn í Fort Marcy garðinum eftir byssuskot. Fimm opinberar rannsóknir komust að því að um sjálfsmorð hafi verið að ræða, en nokkrar samsæriskenningar stungu upp kollinum. Það eru samsæriskenningar um að Foster hafi ekki framið sjálfsmorð heldur var hann drepinn af Clinton hjónunum því hann vissi of mikið. Einnig komu upp kenningar um að hann hafi verið skotinn þrisvar í hausinn og að hann hafi verið myrtur í Hvíta húsinu. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í viðtali árið 2016: “He knew everything that was going on, and then all of a sudden he committed suicide.”[10] Newt Gingrich, fyrrum leiðtogi Repúblikana í Bandaríkjaþingi vann hörðum höndum árið 2016 að því að endurvekja allar gömlu Clinton-samsæriskenningarnar og það þá varðandi “morðið” á Vince Foster. Það mál er aftur til umræðu á AM-Talk Radio.[11]

Fólk sem Clinton hjónin eiga að hafa drepið samkvæmt samsæriskenningum

breyta

Mary Mohane var lærlingur í Hvíta húsinu árið 1997, hún var skotin til bana í Whasington D.C. fyrir utan Starbucks við að reyna að stoppa af ræningja. Samsæriskenningar vildu meina að Clinton-hjónin hefðu fyrirskipað morðið.[12] Seth Rich var myrtur árið 2016,  hann var starfsmaður landsnefndar. Fox news sagði að Hillary Clinton hafi skipað að myrða Rich. Jeffery Epstein, dæmdur kynferðisbrotamaður fannst látinn í fangaklefa árið 2019, hann hengdi sig. Dauði hans leiddi til samsæriskenninga á samfélagsmiðlum þar sem Donald Trump tvítaði að dauði Epsteins væri Clinton að kenna og lét fylgja #ClintonBodyCount.[13]

Fæðingarvottorð Obama

breyta

Í aðdraganda forsetakosninga árið 2008 var afskaplega mikil umfjöllun um hvort Obama væri í raun og veru kristinn Bandaríkjamaður. Hópur fólks myndaði “Birther Movement”, en hún samanstóð af íhaldssömum repúblikönum. Hreyfingin fullyrti að Obama væri ekki hæfur forsetaframbjóðandi því hann væri ekki bandarískur ríkisborgari.[14] Samsæriskenningar þeirra fullyrtu að fæðingarvottorð Obama væri falsað, að hann hefði ekki fæðst á Hawaii heldur í Keníu. Einnig vildu sumir meina að Obama hefði misst ríkisborgararétt sinn þegar hann átti að hafa verið ríkisborgari í Indónesíu í barnæsku. Aðrir héldu því fram að hann væri með tvöfaldan rískisborgararétt, breskan og bandarískan og væri því ekki sannur Bandaríkjamaður.[15] Einnig var grunur um að Obama leyndi því að hann væri í raun múslimi.[16]

Bill Cooper

breyta

Milton William “Bill” Cooper (6. maí, 1943 – 5. nóvember, 2001) var bandarískur samsæriskenninga frumkvöðull, útvarpsmaður og rithöfundur. Hann skrifaði bókina Behold a Pale Horse, þar sem hann varaði fólki við margvíslegum samsæriskenningum á heimsvísu. Hann var einn stærsti samsæriskenninga frumkvöðull tíunda áratugs síðustu aldar.[17]

Behold a Pale Horse

breyta

Cooper skrifaði bókina Behold a Pale Horse, bókin var gefin út árið 1991. Paul Gilroy, félagsfræðingur, sagði að bókin nær yfir samsæriskennignar á borð við morðið á Kennedy, gjörðir leyniþjónustunnar, komandi ísöld og stríðsátaka vegna Illumnati.[18] Michael Barkun, stjórnmálafræðingur sagði að bókin ein af þeim flóknustu ofur – samsæriskenninga sem hann hafði lesið um, en hann taldi að bókin væri ein sú vinsælasta í uppreisnarhópum og bókabúðum.[19]

HIV/eyðni

breyta

Í bókinni segir Cooper frá því að eyðni hafi verið hannaður til þess að fækka svörtu fólki, fólki af rómönskum uppruna og samkynhneigðum. Einnig sagði hann að lyf til að lækna sjúkdóminn hafi verið búið til á sama tíma.[20]

Cooper fullyrti árið 1988 að hann hafi séð leynileg skjöl frá bandaríska sjóhernum þar sem hann segist hafa séð samskipti stjórnvalda við geimverur. Á þessum tíma starfaði hann sem lágt skrifuðu afgreiðslustarfi og hefði aldrei fengið aðgang að leynilegum skjölum. Félag áhugamanna um geimverur og fljúgandi furðuhluti sögðu síðar að sumt af því sem Cooper sagðist hafa séð hafi verið orðrétt úr rannsóknum þeirra, þar á meðal nokkur atriði sem félagið sjálft hefði skáldað. Don Ecker, frá UFO magazine skrifaði kynningu um Cooper árið 1900.[21] Cooper sagði að Illuminati og ríkisstjórn Bandaríkjanna ættu í leynilegu samstarfi við geimverur, en dró þær kenningar síðar til baka. Hann trúði því að geimverur stjórnuðu mannkyninu í gegnum allskyns leynifélög, trúarbrögð, töfra, nornagaldra og hið yfirnáttúrulega. Hann vildi meina að Illuminati væri stjórnað af geimverum án þeirra vitundar.[22]

Morðið á Kennedy

breyta

Í bók sinni fullyrti Cooper að John F. Kennedy Bandaríkjaforseti hefði verið myrtur því hann hefði ætlað að afhjúpa það að geimverur væru að koma og taka yfir jörðina. Samkvæmt “háleynilegu” myndbandi af morðinu, segist Cooper hafa séð að bílstjóri forsetans, William Greet, notaði gasþrýstibúnað sem hafi verið þróaður af geimverum til að skjóta forsetann frá bílstjórasætinu.[23]

Tilvísanir

breyta
  1. Douglas, Karen M.; Uscinski, Joseph E.; Sutton, Robbie M.; Cichocka, Aleksandra; Nefes, Turkay; Ang, Chee Siang; Deravi, Farzin (2019). "Understanding Conspiracy Theories". Political Psychology. 40 (S1): 3–35. doi:10.1111/pops.12568. ISSN 0162-895X
  2. Gerber, Jeffrey S.; Offit, Paul A. (15. febrúar 2009). „Vaccines and Autism: A Tale of Shifting Hypotheses“. Clinical infectious diseases : an official publication of the Infectious Diseases Society of America. 48 (4): 456–461. doi:10.1086/596476. ISSN 1058-4838. PMC 2908388. PMID 19128068.
  3. Trump, Donald J. @realdonaldtrump (6. nóv 2012) “The concept of global warming was created by and fot the chinese in order to make U.S. manufacturing non-competitive” (Tweet).
  4. "Trump says 'nobody really knows' if climate change is real". Washington Post. Sótt 3. desember 2020.
  5. Dickinson, Tim (June 8, 2007). "The Secret Campaign of President Bush's Administration To Deny Global Warming". Rolling Stone. Retrieved 2010-01-24.)
  6. „Hverjir eru helstu sálrænu varnarhættirnir?“. Vísindavefurinn. Sótt 6. júní 2024.
  7. Mintz, Frank P. (1985). The Liberty Lobby and the American Right: Race, Conspiracy, and Culture. Westport, CT: Greenwood.
  8. Moore, Kayleigh (October 25, 2018). "Investigating Rhetoric's of the 'Clinton Body Count'". Medium. Retrieved August 14, 2019.
  9. Philip Weiss (February 23, 1997). "Clinton Crazy". The New York Times.
  10. Emery, David (20. september 2018). „Did Vince Foster Shoot Himself 'Three Times in the Back of the Head' to Avoid Testifying Against Hillary Clinton?“. Snopes (enska). Sótt 6. júní 2024.
  11. Fréttatíminn. “Trump á raunverulegan möguleika á sigri”. 23. septmber 2016.
  12. FACT CHECK: Clinton Body Bags". Snopes.com. Retrieved November 2, 2020.
  13. Stockler, Asher (10. ágúst, 2019) "Top HUD Official Promotes Clinton Conspiracy Theory in Wake of Epstein´s Apparent Suicide" Newsweek. Sótt 2. desember 2020.
  14. Pasek, Josh; Stark, Tobias H.; Krosnick, Jon A.; Tompson, Trevor (2015). "What motivates a conspiracy theory? Birther beliefs, partisanship, liberal-conservative ideology, and anti-Black attitudes". Electoral Studies. 40: 482–489. doi:10.1016/j.electstud.2014.09.009. ISSN 0261-3794.
  15. Tomasky, Michael (April 27, 2011). "Birthers and the persistence of racial paranoia". The Guardian. London. Archived from the original on September 30, 2013. Retrieved July 20, 2011.
  16. "Rumour that Barack Obama is Muslim was believed by 22pc". Agence France-Presse. January 29, 2009.
  17. "Arizona Militia Figure Is Shot to Death". Los Angeles Times. November 7, 2001. p. A24. Retrieved October 17, 2010.
  18. Gilroy, Paul (2000). "Planetary Humanism". Against Race: Imagining Political Culture Beyond the Color Line. Cambridge, Massachusetts: Harvard University Press. pp. 352–353. ISBN 9780674000964. Retrieved January 17,2013.
  19. Michael Barkun (May 4, 2006). A Culture of Conspiracy: Apocalyptic Visions in Contemporary America. University of California Press. p. 60. ISBN 978-0-520-24812-0. Retrieved January 5, 2012.
  20. Carroll, Robert Todd (2003). "Illuminati". The Skeptic's Dictionary: A Collection of Strange Beliefs, Amusing Deceptions, and Dangerous Delusions. Hoboken, New Jersey: John Wiley & Sons, Inc. p. 175. ISBN 9781118045633. Retrieved January 17, 2013.
  21. Ecker, Don. Bill Cooper. Skeptic Tank archive. Retrieved February 5, 2013
  22. Michael Barkun (May 4, 2006). A Culture of Conspiracy: Apocalyptic Visions in Contemporary America. University of California Press. p. 60. ISBN 978-0-520-24812-0. Retrieved January 5, 2012.
  23. Kirk, Paul (September 8, 2000). "Govt Aids nut linked to Ku Klux Klan". Mail & Guardian. Johannesburg. Retrieved January 17, 2013.
   Þessi stjórnmálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.