Samsæriskenningar eru kenningar um að að baki atburðum eða atburðarás liggi samsæri einstaklinga eða hópa. Almennt er hugtakið notað yfir kenningar sem almennt eru taldar vafasamar eða ósannar en það má einnig nota um kenningar sem margir telja trúverðugar en eru enn ósannaðar.

Margar samsæriskenningar snúast um misbeitingu valds af hálfu skuggalegra aðila til þess að auka eða treysta völd sín eða auð. Algengt minni í samsæriskenningum eru einfaldar kenningar sem lagðar eru til í stað flókinna söguskýringa. Dæmi um samsæriskenningar eru kenningar þess efnis að tungllendingar Bandaríkjanna hafi verið sviðsettar, að morð John F. Kennedy hafi verið samsæri, að bandaríska ríkisstjórnin hafi haft hönd í hryðjuverkaárásinni 11. september 2001, og að Jörðin sé flöt en að samsæri alþjóðasamfélagsins og vísindafólks haldi því leyndu.

Sjá einnig

breyta