Ritgerð um lögmál sem stýra mannfjölda

bók eftir Thomas Malthus frá árinu 1798

Bókin Ritgerð um lögmál sem stýra mannfjölda var fyrst gefin út án höfundarnafns árið 1798,[1][2] en höfundurinn fannst fljótt og reyndist hann vera Thomas Malthus. Bókin setur fram svartsýna spá um framtíðina þar sem mannkynið muni dreifa sér, nema sífellt stærri svæði, tvöfaldast á hverjum 25 árum,[3] en matarframleiðsla myndi aukast með línulegri hækkun (1, 2, 3, 4 o.s.frv.) sem gerði það að verkum að fátækt og hungursneyð myndi aukast ef ekki yrði komið böndum fólksfjölgunina. [3] Bókin veltir upp mögulegum umbótum í landbúnaði eins og gufuvélar,[3] tilbúinn efnaáburður, veiting vatnsfalla, næturlýsing, eða erfðabreyttar afurðir.[3]

Ritgerð um lögmál sem styra mannfjölda
HöfundurThomas Malthus

Um bókina

breyta

Þó svo bókin hafi ekki verið sú fyrsta um fólksfjölda þá var hún endurskoðuð yfir 28 ára tímabil og er hún sögð eitt áhrifaríkasta verk síns tíma. Sagnfræðingurinn Thomas Carlyle vísaði í hagfræði skrif Malthus sem "dapurleg vísindi".[3] Sjötta útgáfa bókarinnar (1826) hefur verið nefnd sem stór áhrifavaldur bæði á Charles Darwin og Alfred Russel Wallace við gerð þróunarkenninga sinna með tilliti til náttúruvals . Mikilvægur hluti bókarinnar er helgaður því sem kallað hefur verið járnlög um fólksfjölda. Nafnið sjálft vísar í fyrri skrif Malthus og er byggt á Járnlögum um laun sem er endurgerð á afstöðu Malthus, eftir Fedrinand Lasalle – sem síðan dregur nafn sitt af riti Goethe, „Hin miklu, eilífu járnlög“ sem birtust í Das Göttliche.[4] Þessi kenning segir að allt bendi til að aukinn mannfjöldi skapi meira vinnuafl sem valdi launalækkun. Í raun óttaðist Malthus það að með aukinni fólksfjölgun myndi fátækt og hungursneyð verða viðvarandi. Ein fyrstu áhrifin af bók Malthus voru þau að þau efldu umræðuna um mannfjölda í Stóra Bretlandi og í besta falli flýtti mjög fyrir því að manntal var tekið árið 1800. Sú aðgerð kom á fót eins konar þjóðskrá árið 1801 í Englandi, Wales og Skotlandi og hefur manntal verið tekið á tíu ára fresti frá þeim tíma. Árið 1803 gaf Malthus út mikið endurskoðaða útgáfu af fyrstu gerð með sama titli en undir merkjum annarar útgáfu. [5] Lokaútgáfan, sú sjötta, var gefin út árið 1826.[2] Hins vegar gaf Malthus út árið 1830 (32 árum eftir fyrstu útgáfu) mjög stytta útgáfu sem kallaðist „Yfirlit yfir lögmál sem stýra mannfjölda“ sem einnig hafði að geyma athugasemdir vegna gagnrýni á bókina sjálfa.

Yfirlit

breyta

Milli 1798 og 1826 gaf Malthus út sex útgáfur af hinni frægu bók sinni. Í hverri útgáfu brást Malthus við gagnrýni með því að uppfæra upplýsingar og endurbæta aðrar auk þess að miðla breytingum á eigin sjónarmiði á viðfangsefnið. Hann ritaði upphaflega textann sem viðbrögð við óbilandi bjartsýni föður síns og samstarfsmanna hans (þ.m.t. Rousseau) varðandi framtíðaruppbyggingu samfélagsins. Malthus byggði málflutning sinn upp sem svar við skrifum William Godwin (1756-1836) og Marquis de Condorcet (1743-1794).

Malthus var mjög efins um hugmyndir um framtíðaruppbyggingu með miklum fólksfjölda með hliðsjón af því að í ljósi sögunnar hefur alltaf tiltekinn hluti mannkyns búið við fátækt. Hann rökstuddi þetta fyrirbæri með þeim rökum að fólksfjölgun væri margfeldisþensla sem færi fram á auðlindaríkum svæðum þar til fólksfjöldinn yrði meiri en auðlindir réðu við.

„Samt finnst í öllum samfélögum – jafnvel þeim sem þykja hvað grimmust – sterk tilhneyging til hreinna tengsla, sem svo sýna stöðuga viðleitni til aukinnar fólksfjölgunar. Þessi stöðuga viðleitni, sem sífellt veldur því að lægri stéttum samfélagsins er komið í vanda og komið í veg fyrir að hægt sé að ráða varanlega bót á stöðu þeirra“. [6]

— .

„Þessi áhrif virðast hafa eftirfarandi áhrif. Við gerum ráð fyrir að framfærsla í hverju landi jafngildi nokkuð auðveldri uppihaldi borgaranna. Þessi stöðuga viðleitni gagnvart fólksfjöldanum ... stækkar mengi þess fólks sem þarf á framfærslu að halda án þess að framfærslan sé aukin. Matarbirgðirnar sem áður dugðu sjö milljónum manna munu nú þrfua að duga sjö og hálfri eða átta milljónum manna. Hinir fátæku munu þar af leiðandi lifa verra lífi og munu margir þeirra enda í meiri neyð en áður. Fjöldi verkamanna sem einnig eru hluti af vinnumarkaðnum verður fyrir kjaraskerðingu þrátt fyrir að verð á birgðum hafi tilhneygingu til að hækka. Framleiðsla verkamannsins þarf þar af leiðandi að vera mun meiri til að fá sömu tekjur og áður. Slíkir eymdartímar letur fólk til hjónabanda og erfiðleikarnir við framfærslu fjölskyldu eru svi miklir að mannfjöldinn stendur í stað. Á meðan vinnuafl er ódýrt, verkamenn eru margir og þörfin fyrir aukin störf í iðnaði meðal þeirra, hvetja jarðræktendur til að ráða meira vinnuafl á lönd sín við að plægja jarðirnar, bera áburð og endurbæta enn frekar það sem þegar er í vinnslu þar til að framfærslan verður á endanum sambærileg við það sem hún var í upphafi. Staða verkamannsins er þar með orðin þolanleg, hömlum fólksins hefur verið aflétt og sömu skrefin fram og aftur eru endurtekin með tilliti til hamingju“. [7]

— .

Malthus sagði einnig að í ljósi sögunnar hefðu samfélög upplifað á einhverjum tímapunkti farsóttir, hungursneyð eða stríð, atburði sem skilgreindu grunn vandamál þess að mannfjöldinn ofnýtir auðlindirnar:

„Vald fólksfjöldans er algert gegn valdi jarðar til að framleiða framfærslu fyrir hvern einstakling sem gerir það að verkum að ótímabær dauði hlýtur að skekja mannkynið fyrr en síðar. Lestir mannkyns eru sterkir og hvetja óbeint til fólksfækkunar. Þeir eru undanfari mikils herafla eyðingar sem oftar en ekki klárar ódæðið sjálfur. En ætti þeim að mistakast í gereyðingarstríði sínu sem einkennist af eymdartíð, farsóttum og jafnvel drepsóttum og plágum með mikilli útbreiðslu að fella þúsundir eða jafnel tugþúsundir. Verði árangurinn ófullnægjandi mun mikið hungur sitja um okkur og koma aftan að okkur með þeim afleiðingum að í einni hendingu lagar fólksfjöldinn sig að matarbirgðum heimsins“.[8]

— .

Ört minnkandi fólksfjöldi heimsins síðastliðna öld er dæmi um spá Malthus um þróun fólksfjölda. Það lítur einnig út fyrir að lýsa flóknu og síbreytilegum samfélagsjöfnuði samfélaga sem ekki voru iðnvædd. Þessar niðurstöður eru grunnurinn að ný-malthusian stærðfræðilíkönum sögulegra langtímabreytingum.[9] Malthus spáði því að fólksfjölgun myndi fylgja ákveðnum ferli frá þeim tíma sem bók hans kom út. Hann sagði að þegar fólksfjöldi heimsins hefði náð einum milljarði þá myndu 25 ár líða milli hvers milljarðar sem byggja myndi jörðina. Hann skrifar: Ef framfærsla mannkyns sem jörðin stendur undir ætti að aukast á hverjum tuttugu og fimm árum að sama marki og það sem jörðin framleiðir myndi það þýða að framleiðslugeta jarðarinnar væri algerlega ótakmörkuð og aukningargeta væri það miklu meiri en við getum ímyndað okkur að öll viðleitni mannkyns gæti séð um að framkvæma það... en þar sem völd mannfjöldans eru í hærra þrepi þá er fjölgun mannkyns í réttu hlutfalli við meginhluta framfærslu sem stýrist af stöðugri virkni sterkra lögmála um nauðsyn þess að fylgjast með hinu mikla valdi.[10]

Tillögur að lausnum

breyta
 
Thomas Robert Malthus

Malthus bendir á að tvenns konar merki þess að haldi fólksfjöldanum innan marka. „Jákvæð“ merki sem sýna hærri dánartíðni og „fyrirbyggjandi“ merki sem sýna lægri fæðingartíðni. Jákvæði merkin fela í sér hungursneyð, veikindi og stríð en fyrirbyggjandi merkin fóstureyðingar, getnaðarvarnir, vændi, frestun giftinga og hreinlífi. [11] Þegar komið er inn á möguleikana á að komast undan þessum takmörkunum þá er Malthus á móti fjölbreytilegum ímynduðum lausnum. Sem dæmi þá gagnrýnir hann með háði þá hugmynd að framfarir í landbúnaði séu ekki mögulegar án takmarkana:

„Við getum verið nokkuð viss um að í jurtaríkinu sem og í dýraríkinu séu ákveðin takmörk framþróunar, þrátt fyrir að við vitum ekki nákvæmlega hver þau mörk séu. Það er líklegt að garðyrkjumenn sem keppa um blómaverðlaun hafi reynt að bæta ræktunina án árangurs. Um leið væri það fyrirsjáanlegt fyrir hvern sem er að halda því fram að hann hafi séð fallegustu anímónur sem hafi verið búnar til svo þær megi framleiða. Hann gæti hins vegar fullyrt án þess að skapa mótsögn við framtíðarstaðreyndir að engar anímónur gætu nokkru sinni með ræktun vaxið í stærð hvítkálshausa en seljanlegar í miklu meira magni en kálið. Það getur ekki nokkur maður fullyrt að hann hafi séð stærsta hveitikornið eða stærstu eikina sem hafi vaxið. En viðkomandi gæti auðveldlega – og með nokkurri nákvæmni – bent á stærðina sem ómöguleg er hverju tilviki fyrir sig og því skyldi álykta varlega milli takmarkalauss vaxtar og vaxtar þar sem vöxtur hefur ekki verið skilgreindur.““

— .

Hann gerir athugasemd við hugmynd sem Francis Galton kallaði síðar mannkynbætur:

„Ekki undir nokkrum kringumstæðum... gæti það virst ómögulegt með áherslu á ræktun að ákveðnar framfarir – svipaðar þeim þekkist hjá dýrum – geti átt sér stað meðal manna. Hvort greind sé hægt að miðla getur verið véfengjanlegt en stærð, styrkur, fegurð, yfirbragð og jafnvel er hægt að tala um langlífi í því samhengi... Samt sem áður er ekki hægt að bæta mannkynið án þess að dæma slæmu eintökin til hreinlífis, það er ekki líklegt einblínt verði á ræktun sem almenna þróun“[12]

— .

Í annarri og síðari útgáfum leggur Malthus meiri áherslu á „siðferðilegt aðhald“. Þar á hann við frestun hjónabanda þar til fólk getur séð fyrir fjölskyldu, búandi við strangt skírlífi (algert kynlífsbidnindi) fram að hjónabandi.

Hann gekk svo langt að halda því fram að siðferðilegt aðhald í víðu samhengi væri besta leiðin, raunar eina leiðin, til að draga úr fátækt lægri stétta.[13]

— .

Þessi áætlun virðist skynsamleg með hliðsjón af dyggð, efnahagsábata og félagslegum umbótum.

Malthus leggur áherslu á muninn á ríkisstyrktu velferðarkerfi og almennu góðgerðastarfi. Hann leggur það til að slæmar lagasetningar verði afnumdar í áföngum með því að fækka þeim einstaklingum sem þurfa líkn eða hjúkrun sem kæmi úr röðum einkafyrirtækja.[14] Hann færði rök fyrir því að slæm hjúkrun gengi gegn langtímahagsmunum þeirra fátæku með því að hækka verð á vöru og grafa undan sjálfstæði og sveigjanleika bóndans. Með öðrum orðum, lélegu lögin höfðu tilhneigingu til að skapa fátækt og viðhalda henni."[15]

Malthus móðgaðist það að gagnrýnendur héldu því fram að hann skorti umhyggu í afstöðu sína gagnvart ástandi hinna fátæku. Í útgáfunni sem kom út 1798 var afstaða hans til hinna fátæku birt í áföngum eins og eftirfarandi dæmi ber með sér:

Það er ekkert svo algengt að heyra af hvatningu sem mannfjöldinn ætti að fá. Ef tilhneyging mannkyns til að fjölga sér er svo frábær eins og ég hef kynnt þá gæti það þótt furðulegt að þessi fjölgun komi ekki þegar hennar er óskað. Rétta ástæðan er sú að krafan um aukinn mannfjölda er afleiðing skorts á undirbúningi á nauðsynlegum framfærslusjóðum. Aukið þörfina fyrir vinnuafl í landbúnaði með því að stuðla að ræktun sem leiðir af sér framleiðsluaukningu landsins sem myndi bæta stöðu vinnuaflsins til muna og óþarfi er að auka á kvíðann vegna fjölgunarinnar. Tilraun til að hafa áhrif á þennan málstað á einhvern annan hátt er illmennska, grimmd og harðstjórnartilburðir og á hvaða hátt sem það er reynt þá er það dæmt til að mistakast.“

— .

Til viðbótar skrifaði hann í útgáfunni árið 1817

Ég hefi gagngert ritað kafla um um hagnýta stefnu um velferð okkar og á öðrum stöðum hef ég heiðrað dyggð velvildarinnar. Til þeirra sem hafa lesið þau skrif mín og hafa meðtekið þau skilaboð, mun ég fúslega endurskoða, ef það er unnið í viðeigandi einlægni, þessar ásakanir ... sem gæfu til kynna að ég myndi uppræta dyggðir kærleikans og velvildarinnar án þess að vísa til upphafningar sem er hafin til virðingar með eðlislægri siðferðisreisn okkar... [16]

— .

Menn á borð við William Farr ]][17] og Karl Marx ]],[18] bentu á að Malthus hafi ekki mátt mannkyns til að auka á matarbirgðir heimsins. Um þetta hafði Malthus samt ritað: „Helstu furðulegheitin sem aðgreina manninn frá öðrum dýrum þegar kemur að framfærslu, er það vald sem hann býr yfir til að endurbæta þessar aðferðir stórkostlega“[19]

Sem sannkristinn prestur lagði Malthus fram spurninguna um hvernig almáttugur og umhyggjusamur guð gæti leyft þjáningu. Í fyrstu útgáfu ritgerðarinnar (1798) rökstuddi Malthus það á þann veg að stöðug ógn fátæktar og hungurs ýtti undir kennslu um dyggðir vegna mikillar vinnu og dugmikillar hegðunar. [20] „Ef fólksfjölgun og aukning matarbirgða myndi stækka í sama hlutfalli þá er líklegt að við hefðum aldrei komist af villimannastiginu.“[21] Enn fremur ritaði hann „Hið illa býr meðal okkar, ekki til að valda örvæntingu heldur virkni.“[22]

Engu að síður, þrátt fyrir að fullur skilningur væri á fátæktarógninni með því að benda á hvatningu til handa mannlegum iðnaði þá var það ekki vilji guðs að maðurinn skyldi þjást. Malthus skrifaði að mannkyninu væri hægt að kenna um mannlega þjáningu:

„Ég trúi því að ætlun skaparans hafi verið að betrumbæta, vitanlega með heilbrigðu, dyggðugu og hamingjusömu fólki en ekki óhelbrigðu, grimmu og þunglyndu fólki. Og ef í viðleitninni til að fylgja skipuninni að stækka og fjölga[23], erum við einu verurnar í þessari síðari lýsingu sem þjáumst í samræmi við það, við höfum engan rétt til að gagnrýna réttlæti skipunarinnar nema okkar eigin óræð leið til að framkvæma það.“ [24]

— .

Lýðfræði, laun og verðbólga

breyta

Malthus skrifaði um sambandið milli fólksfjölda, raunlauna og verðbólgu. Þegar fjöldi verkamanna stækkar hraðar en framleiðsla á mat þá lækka raunlaunin vegna þess að meiri fólksfjöldi veldur hækkun á framfærslu (þ.e. matarverð hækkar). Vandkvæðin við að ala fjölskyldu dregur úr mannfjölgun þangað til fólksfækkun verður þess valdandi að raunlaun hækka.

„Aðstæður sem hafa, líklega, oftar en nokkur aðrar, aukið á leynd þessara breytinga á almennu áliti á mismun á milli nafnverðs og raunverðs á vinnuafli. Það er fátítt að nafnverð vinnuafls lækki alls staðar en við gerum okkur grein fyrir því að tíðnin verður sú sama á meðan nafnverð ákvæða hefur hækkað jafnt og þétt. Þetta er vissulega tilfellið, ef fjölgun framleiðenda og aukning á verslun nægja til að auka við vinnuaflið sem er stýrt inn á markaðinn og koma um leið í veg fyrir að aukin framleiðsla lækki raunverðið. En aukið vinnuafl sem hlýtur sömu upphæð að launum mun þurfal, vegna samkeppninnar hækka raunverðið á korni. Þetta er í raun gengislækkun á vinnuaflinu og innan þessa tímabils verða aðstæður lægri stétta samfélagsins jafnt og þétt verri. En bændur og kapítalistar verða ríkari vegna virkilega ódýrs vinnuafls. Stækkandi auður þeirra gerir þeim kleift að ráða enn meiri mannafla og á meðan fólkið hefur líklega liðið fyrir einhvers konar skell af völdum aukinna erfiðleika við að halda uppi fjölskyldu þá er eftirspurnin eftir vinnuafli – eftir ákveðinn tíma – líklega talsvert meiri í samanburði við framboðið og verðið myndi vitanlega hækka ef því væri leyft að finna sína stöðu sjálft og þar af leiðandi myndu laun vinnuaflsins gera það sama og hef þar af leiðandi áhrif á ástand neðri stétta samfélagsins, með fulltingi framsækinna og afturhaldssamra hreyfinga þar sem verð á vinnuafli gæti hugsanlega aldrei lækkað. [25]

Í síðari útgáfum ritgerðar Malhus útskýrir hann sína skoðun á hvernig samfélagið treystir á mannlega eymd til að takmarka fólksfjölgun, þannig myndi rót eymdarinnar (t.d. hungur, sjúkdómar og stríð – Malthus orðaði það „skörð höggvin í fólksfjöldann“) óhjákvæmilega hafa áhrif á samfélagið, það sama er að segja um síbreytilegar hagsveiflur. Hins vegar eru „skarðafyllingar fólksfjöldans“ sem takmörkuð fæðingatíðni t.d. vegna síbúinna hjónabanda, gæti leitt af sér betri lífskjör fyrir alla um leið og stöðugleiki hagkerfisins eykst.[26]

Útgáfur og útfærslur

breyta
  • 1798: „Ritgerð um lögmál sem stýra mannfjölda, eins og það kemur við framtíðar umbætur samfélagsins með athugasemdum við vangaveltur Hr. Godwin, M. Condorcet, og annarra höfunda.. Nafnlaus útgáfa.
  • 1803: Önnur og mjög stækkuð útgáfa: „Ritgerð um lögmál sem stýra mannfjölda; eða: sýn á fortíð hennar og áhrif í nútímanum á hamingju manna; með rannsókn á horfum okkar með hliðsjón af verulegri minnkun eða brotthvarfi hins illa sem kann að gerast.“ Höfundur þekktur.
  • 1806, 1807, 1817 og 1826: Útgáfur 3–6, með lítilvægum breytingum frá annarri útgáfu.
  • 1823: Malthus gaf leyfi fyrir birtingu greinarinnar um Mannfjölda í viðauka við Encyclopædia Britannica.
  • 1830: Malthus lét prenta mjög langan úrdrátt úr greininni frá 1823 með titlinum „Samandregin sýn á hugmyndafræði fólksfjölgunar“.[27]

Fyrsta útgáfa

breyta

Heildarheiti fyrstu útgáfu ritgerðar Malthus var „Ritgerð um lögmál sem stýra mannfjölda, eins og það kemur við framtíðar umbætur samfélagsins með athugasemdum við vangaveltur Hr. Godwin, M. Condorcet, og annarra höfunda.“ Hér að neðan verður fjallað um vangavelturnar og „aðra höfunda.“ William Godwin hafði gefið út ofurmannleg skrif sín „Fyrirspurnir er varða réttlæti stjórnmála“ árið 1793 með viðbótum árið 1796 og 1798. Einnig „Af ágirnd og magni“ (1797). Athugasemdir Malthus við skrif Godwins ná yfir kafla 10 til 15 (að þeim meðtöldum) af nítján. Godwin svaraði þeim athugasemdum með „Um mannfjölda“ (1820). Marquis de Condorcet hafði gefið út ofurmannlega sýn á félagslega framþróun og fullkomnunaráráttu mannsins „Esquisse d'un Tableau Historique des Progres de l'Espirit Humain (Framtíðarþróun mannshugans)“ árið 1794. Athugasemdir Malthus á skrif Condorcet ná yfir kafla 8 og 9. Ritgerð Malthus var til þess að bregðast við þessari ofurmannlegu sýn eins og hann orðaði það:

Þetta náttúrulega ójafnvægi tveggja afla, mannfjölda og afurðir jarðar sem og hið stórkostolega náttúrulögmál sem á stöðugt að beita sér fyrir jafnræði, sérstaklega í miklum erfiðleikum sem birtast mér sem óyfirstíganlegir á leið sinni til fullkomnunaráráttu samfélagsins“

— .

„Aðrir höfundar“ voru meðal annars Robert Wallace, Adam Smith, Richard Price, og David Hume. Malthus sagði sjálfur:

Einu höfundarnir, hvers skrif orsökuðu það að ég dró úr reglunni sem var megin röksemdarfærsla ritgerðarinnar, voru Hume, Wallace, Adam Smith og Dr. Price...“

— .

Kaflar 1 og 2 greina frá kenningu Malthus um lögmál mannfjölgunar og ójafna skiptingu náttúrunnar hvað varðar matarbirgðir og fólksfjölgun. Eðli veldisfjölgunar mannkyns er í dag þekkt sem Mannfjölgunarlíkan Malthus. Þessi hluti kenningar Malthus ásamt fullyrðingu hans um að matarbirgðir fylgdu línulegu stækkunarlíkani stóðu óbreytt í síðari útgáfum ritgerðarinnar. Athugið að Malthus notaði hugtökin rúmfræðileg framrás og töluleg framrás.

Kafli 3 skoðar hvernig Rómarveldi var yfirtekið af villimönnum, vegna þrýstings fjöldans. Stríð sem minnkun mannfjölda er rannsakað.

Kafli 4 rannsakar samtímastöðu fólksfjölgunarstöðu siðaðra þjóða (sérstaklega Evrópu). Malthus gagnrýnir David Hume fyrir „mögulega villu“ í „viðmiðum sem hann setur fram til aðstoðar við að meta fólksfjölda.“

Kafli 5 fjallar um vondu lög Pitt yngri.

Kafli 6 rannsakar hraðan vöxt á nýlendunum á borð við Nýlendurnar þrettán í Bandaríkjum Norður-Ameríku

Kafli 7 segir frá fækkun í fjöldanum af völdum sjúkdóma og uppskerubrests.

Kafli 8 kemur einnig inn á „mögulega villu“ eftir Wallace „þar sem auknir erfiðleikar vegna fólksfjöldans séð úr fjarska.“

Kaflar 16 og 17 rýna í það hvað veldur auðsöfnun ríkja. Þar er einnig að finna gagnrýni Adams Smith og Richard Price. Auður Englands er borinn saman við Kínverska fátækt.

Í köflum 18 og 19 er snúist til varnar með því að útskýra vanda illskunnar með hliðsjón af náttúrulegri guðfræði. Þetta sýnir heiminn sem „stórt ferli til vakningaraukningar“ þar sem yfirskilvitleg vera beitir „samkvæmt almennum lögum“ leiddi til „langanir líkamans“ sem „nauðsynlegt að skapa áreynslu“ sem mótar „rökstuðningsdeildina“. Með þessu myndi kenningin um fólksfjöldann enda sem kynning frekar en að hirndra almennan tilgang nærveru guðs. Fyrsta útgáfan hafði áhrif á höfundana William Paley og Thomas Chalmers sem skrifuðu um náttúrulega guðfræði.

Tilvísanir

breyta
  1. An Essay on the Principle of Population As It Affects the Future Improvement of Society, with Remarks on the Speculations of Mr. Goodwin, M. Condorcet and Other Writers, first edition, publisher: J. Johnson in St Paul's Church-yard, London https://archive.org/details/essayonprincipl00malt
  2. 2,0 2,1 "Malthus, An Essay on the Principle of Population: Library of Economics" (description), Liberty Fund, Inc., 2000, EconLib.org webpage: EconLib-MalPop.
  3. 3,0 3,1 3,2 3,3 3,4 „Malthus' Principle of Population“. BRIA 26 2 The Debate Over World Population: Was Malthus Right?. 26. árgangur. Constitutional Rights Foundation (CRF). Winter 2010. Afrit af upprunalegu geymt þann 3. júní 2021. Sótt 16. júní 2016.
  4. | Critique of the Gotha Programme, Karl Marx, Chapter 2, footnote 1, (1875)
  5. Fjórða útgáfan kom út í tveimur bindum árið 1807. Sjá Malthus, Thomas Robert (1807), An Essay on the Principle of Population, or a View of Its Past and Present Effects on Human Happiness, with An Enquiry into Our Prospects Respecting the Future Removal or Mitigation of the Evils Which It Occasions, I. árgangur (Fourth. útgáfa), London: J. Johnson, volume II via Google Books
  6. Malthus T.R. 1798. An Essay on the Principle of Population. Kafli II.p. 18 in Oxford World's Classics endurútgefið; p. 29 in the original text in   Wikisource
  7. Malthus T.R. 1798. An Essay on the Principle of Population. Chapter II, p 19 in Oxford World's Classics reprint.
  8. Malthus T.R. 1798. An Essay on the Principle of Population. Chapter VII, p 44, Oxford World's Classics reprint
  9. Sjá, e.g., Peter Turchin 2003; Turchin and Korotayev 2006 Geymt 29 febrúar 2012 í Wayback Machine; Peter Turchin et al. 2007; Korotayev et al. 2006.
  10. Malthus T.R. 1798. An Essay on the Principle of Population. Chapter 2, p 8, Oxford World's Classics reprint
  11. Geoffrey Gilbert, introduction to Malthus T.R. 1798. An Essay on the Principle of Population. Oxford World's Classics reprint. viii
  12. Malthus T.R. 1798. An Essay on the Principle of Population. Chapter IX, p 72
  13. Geoffrey Gilbert, introduction to Malthus T.R. 1798. An Essay on the Principle of Population. Oxford World's Classics reprint. xviii
  14. Malthus T.R. 1798. An Essay on the Principle of Population. Chapter V, pp 39–45, in Oxford World's Classics reprint.
  15. Með því að gera það sem virðist gott er réttur okkar að valda skaða. Óviljandi afleiðingar spila stóra rullu í hagrænni hugsun; sjá invisible hand og tragedy of the commons.
  16. p607, cited in http://www.naf.org.au/roberts.rtf Geymt 22 mars 2012 í Wayback Machine.
  17. Eyler, John M (1979). Victorian Social Medicine: the ideas and methods of William Farr. Baltimore: Johns Hopkins University Press. ISBN 978-0-8018-2246-9.
  18. R. L. Meek, ritstjóri (1953). Marx and Engels on Malthus. London: Lawrence & Wishart.
  19. Sótt í Tellegen, Egbert; Wolsink, Maarten (1998). Society and Its Environment: An Introduction. Routledge. bls. 16. ISBN 978-90-5699-125-8. Sótt 12. febrúar 2010. „Malthus, 1976, p.225“
  20. Bowler, Peter J. (2003). Evolution: the history of an idea. Berkeley: University of California Press. bls. 104–105. ISBN 0-520-23693-9.
  21. Malthus, Thomas (1959). Population: The First Essay. University of Michigan Press. bls. 127. ISBN 978-0-472-06031-3.
  22. Malthus T.R. 1798. An Essay on the Principle of Population. Oxford World's Classics reprint. p 158 Á svipuðum nótum trúði Malthus því að „hinn óendanlegi fjölbreytileiki náttúrunnar... er aðlagað að frekari tilgangi sköpunar og að framleiða sem mest af hinu góða.“ Malthus, An Essay on the Principle of Population, 1st ed., published anonymously, (St. Paul's Churchyard, London: J. Johnson, 1798), p. 73.
  23. Opinberunarbókin I:28
  24. Malthus T.R. 1826. An Essay on the Principle of Population, Sixth Edition, App.I.6.
  25. Essay (1798), Chap. IV. Accessed from http://oll.libertyfund.org/title/1945 on 2010-02-13
  26. Essay (1826), I:2. See also A:1:17
  27. dates from Malthus T.R. 1798. An Essay on the Principle of Population. Oxford World's Classics reprint: xxix Chronology.