Renaissance (Beyoncé plata)
Renaissance (einnig nefnd Act I: Renaissance) er sjöunda breiðskífa bandarísku söngkonunnar Beyoncé. Platan var gefin út 29. júlí 2022 af Parkwood Entertainment og Columbia Records. Renaissance er fyrsti hlutinn í þríleik. Beyoncé samdi og sá um upptökustjórn ásamt Nova Wav, The-Dream, Symbolyc One, A. G. Cook, Honey Dijon, Beam, Tricky Stewart, BloodPop, Skrillex, Hit-Boy, No I.D., P2J og öðrum. Á lögum plötunnar koma fram Beam, Grace Jones og Tems.
Renaissance | ||||
---|---|---|---|---|
Breiðskífa eftir | ||||
Gefin út | 29. júlí 2022 | |||
Tekin upp | 2020–2021 | |||
Hljóðver |
| |||
Stefna | ||||
Lengd | 62:14 | |||
Útgefandi | ||||
Stjórn |
| |||
Tímaröð – Beyoncé | ||||
| ||||
Smáskífur af Renaissance | ||||
|
Beyoncé skapaði og tók upp Renaissance á meðan COVID-19 heimsfaraldrinum stóð og leitaðist við að hvetja til gleði og flóttatilfinninga hjá hlustendum sem höfðu upplifað einangrun og til að fagna klúbbatímabili þegar jaðarsett fólk sótti í frelsi í gegnum danstónlist. Lög plötunnar eru útsett á þann hátt að takturinn passar saman í hvert skipti á milli laga þannig að saman virðist platan vera eitt samfellt lag. Sú aðferð er kölluð „beatmatching“ og er sú sama og plötusnúðar gera í blöndunum sínum. Tónlistarstefna plötunnar sameinar stefnur eins og diskó og hústónlist, sem á rætur sínar að rekja til danstónlistar svartra á áttunda áratug 20. aldar. Platan er virðingarvottur fyrir svarta og samkynhneigða frumkvöðla þessara tónlistarstefna. Textasmíð plötunnar kannar þemu eins og flótta, sældarhyggju, sjálfsöryggi og sjálfstjáningu.
Platan fór beint í efsta sæti á bandaríska Billboard 200 vinslældalistanum og varð sjöunda sólóplata Beyoncé í röð til að ná þeim árangri. Platan hefur verið viðurkennd sem platínu plata af Recording Industry Association of America (RIAA).[2] Hún komst einnig í fyrsta sæti í Ástralíu, Belgíu, Kanada, Danmörku, Frakklandi, Írlandi, Hollandi, Nýja-Sjálandi, Svíþjóð og Bretlandi. Aðalsmáskífan „Break My Soul“ var gefin út 20. júní 2022 og komst í efsta sæti ýmissa vinsældalista um allan heim, þar á meðal bandaríska Billboard Hot 100, auk þess að vera fengið platínu viðurkenningu af RIAA.[3] Önnur smáskífa plötunnar, „Cuff It“, komst hæst í 6. sæti á Billboard Hot 100 og náði á topp tíu lista í öðrum löndum.[4]
Platan hlaut eindóma lof frá tónlistargagnrýnendum fyrir sitt frjálslega, en samtímis samheldna hljóð, skemmtilegt skap og raddhæfileika Beyoncé. Hún varð sú plata sem fékk bestu einkunn ársins 2022 og var valin besta plata ársins af ýmsum útgáfum eins og Los Angeles Times, The New York Times, NPR, Pitchfork og Rolling Stone. Renaissance og lög plötunnar hlutu níu tilnefningar á 65. árlegu Grammy-verðlaunahátíðinni, þar á meðal tilnefningu fyrir plötu ársins. Þar vann hún fjögur verðlaun, þar á meðal fyrir Best Dance/Electronic Album, og varð Beyoncé þar með verðlaunaðasta manneskja í sögu Grammy-verðlaunanna. Til að kynna plötuna fór Beyoncé af stað í tónleikaferðalagið Renaissance World Tour.
Lagalisti
breytaNr. | Titill | Lagahöfundur/ar | Upptökustjórn | Lengd |
---|---|---|---|---|
1. | „I'm That Girl“ |
|
| 3:28 |
2. | „Cozy“ |
|
| 3:30 |
3. | „Alien Superstar“ |
|
| 3:35 |
4. | „Cuff It“ |
|
| 3:45 |
5. | „Energy“ (ásamt Beam) |
|
| 1:56 |
6. | „Break My Soul“ |
|
| 4:38 |
7. | „Church Girl“ |
|
| 3:44 |
8. | „Plastic Off the Sofa“ |
|
| 4:14 |
9. | „Virgo's Groove“ |
|
| 6:08 |
10. | „Move“ (ásamt Grace Jones og Tems) |
|
| 3:23 |
11. | „Heated“ |
|
| 4:20 |
12. | „Thique“ |
|
| 4:04 |
13. | „All Up in Your Mind“ |
|
| 2:49 |
14. | „America Has a Problem“ |
|
| 3:18 |
15. | „Pure/Honey“ |
|
| 4:48 |
16. | „Summer Renaissance“ |
|
| 4:34 |
Samtals lengd: | 62:14 |
Heimildir
breytaFyrirmynd greinarinnar var „Renaissance (Beyoncé album)“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 8. júní 2023.
Tilvísanir
breyta- ↑ Sisti, Sara (26. maí 2023). „Beyoncé - VIRGO'S GROOVE (Radio Date: 02-06-2023)“ (Press release) (ítalska). EarOne. Sótt 26. maí 2023.
- ↑ „Gold & Platinum“. RIAA (bandarísk enska). Sótt 5. júní 2023.
- ↑ „Gold & Platinum“. RIAA (bandarísk enska). Sótt 5. júní 2023.
- ↑ Trust, Gary (13. febrúar 2023). „Miley Cyrus' 'Flowers' Leads Hot 100 for Fourth Week, Morgan Wallen, Beyonce Blast to Top 10“. Billboard (bandarísk enska). Afrit af upprunalegu geymt þann 14. febrúar 2023. Sótt 13. febrúar 2023.