Regnbogasilungur

Regnbogasilungur eða regnbogaurriði (fræðiheiti Oncorhynchus mykiss) er laxfiskur. Náttúruleg heimkynni sínum regnbogasilungs eru við vesturströnd Norður-Ameríku og er hann af sömu ættkvísl og kyrrahafslaxar. Á Íslandi fjölgar hann sér ekki út í náttúrunni.

Regnbogasilungur
Trout.jpg
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Geisluggar (Actinopterygii)
Undirflokkur: Nýuggar (Neopterygii)
Innflokkur: Teleostei
Ættbálkur: Laxfiskar (Salmoniformes)
Ætt: Laxfiskaætt (Salmonidae)
Ættkvísl: Oncorhynchus
Tegund:
O. mykiss

Tvínefni
Oncorhynchus mykiss
(Walbaum, 1792)

Regnbogasilungur þolir meira hitasvið og þarf ekki eins hreint og súrefnisríkt vatn og urriði og bleikja. Regnbogasilung var dreift um alla Norður-Ameríku á nítjándu öld og var fluttur til Bretlands um 1880 til eldis í vötnum. Hann þótti skemmtilegri veiðifiskur en karpar og aborrar sem voru algengir í þessum vötnum.

Regnbogasilungur var seinna fluttur til annarra Evrópulanda, hann var fluttur til Noregs 1908 og til Íslands um 1950. Stofninum á Íslandi var eytt vegna nýrnaveiki en var fluttur inn aftur. Regnbogasilungur berst hingað einnig öðru hvoru í sjó og koma þeir fiskar sennilega úr fiskeldi í Færeyjum. Regnbogasilungur er notaður í fiskeldi en einnig er honum sleppt í vötn til sportveiða. Regnbogasilungur hrygnir á vorin og hrognin klekjast á haustin og því lifa seiðin ekki af veturinn á norðlægum slóðum og er regnbogasilungur því aðeins eldisfiskur í Evrópu. Hann er vinsæll í fiskeldi því hann vex hratt og er ódýr í eldi. Hann verður 25 sm langur eftir 2-3 ár og um 1 kg eftir 3-4 ár. Hængar verða kynþroska eins til tveggja ára gamlir og hrygnur tveggja til þriggja ára.

HeimildBreyta

TenglarBreyta

 
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
 
Wikilífverur eru með efni sem tengist
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.