Urriði (fræðiheiti: salmo trutta) er ferskvatnsfiskur sem finnst í velflestum ám og vötnum á Íslandi. Hann er silfurlitaður með áberandi brúnum doppum á kroppnum. Á hrygningartíma dökknar hann og hængar mynda krók á neðri skolti. Urriðinn hrygnir að hausti og fram að áramótum. Hann er gjarnan 0,5 til 1 kíló að stærð þó fiskar yfir 15 kíló hafi veiðst, t.d. í Þingvallavatni. Fiskurinn er bæði til staðbundinn og sjógenginn, en þá lifir hann í sjó en gengur upp í ferskvatn til hrygningar og er þá kallaður sjóbirtingur. Urriði er góður matfiskur og vinsæll hjá sportveiðimönnum um allan heim.

Urriði
Bachforelle Zeichnung.jpg
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Geisluggar (Actinopterygii)
Ættbálkur: Laxfiskar (Salmoniformes)
Ætt: Laxfiskaætt (Salmonidae)
Ættkvísl: Salmo
Tegund:
Urriði (S. trutta)

Tvínefni
Salmo trutta
Linnaeus, 1758
Afbrigði

Salmo trutta morpha trutta
Salmo trutta morpha fario
Salmo trutta morpha lacustris

Sjóbirtingur er 2-5 ára gamall þegar hann yfirgefur uppeldisstöðvar sínar í ferskvatni og heldur út á haf. Það gerist oftast að vorlagi. Á haustin (september/október) gengur urriði síðan aftur í árnar þar sem hann ólst upp og hefur þar vetursetu en gengur á haf út á nýjan leik næsta vor. Urriði sem ekki gengur í sjó dvelur fyrstu ár ævi sinnar í ánni en gengur síðan í stöðuvatn. Þar verður urriðinn fram að kynþroska en fer þá í nærliggjandi á til að hrygna. Urriðavötn eru algeng í íslenskri náttúru og má þar nefna Þingvallavatn og Veiðivötn.

TenglarBreyta

TenglarBreyta

 
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
 
Wikilífverur eru með efni sem tengist
   Þessi VILLA, stubbur ekki tilgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.