Rafmagn

(Endurbeint frá Raffræði)

Rafmagn á almennt við fyrirbæri, sem verða vegna rafhleðsla, hvort sem þær eru kyrrstæðar (stöðurafmagn) eða á hreyfingu, en þá myndast rafstraumur. Rafstraumur skiptist í jafnstraum og riðstraum. Rafhleðslur mynda rafsvið, en rafspenna er mælikvarði á styrk þess. Oft er orðið rafmagn notað til að lýsa raforku. Fræðigreinar sem fjalla um rafmagn og hagnýtingu þess nefnast rafmagnsfræði eða raffræði. Rafmagn er ódýrast á Íslandi af öllum Norðurlöndunum.[1]

Ljósbogi milli tveggja póla.

Samkvæmt fornum heimildum um forngríska heimspekinginn Þales frá Míletos (um 600 f.Kr.) þá þekktu Forn-Grikkir stöðurafmagn. Þeir fundu það út að ef þeir nudduðu skinni við ákveðin efni t.d. raf þá drógust efnin hvort að öðru. Grikkirnir tóku eftir að hlutir úr rafi drægju að sér létt efni eins og hár, einnig fundu þeir út að ef þeir nudduðu rafið nægjanlega lengi þá gátu þeir jafnvel fengið neista til að hlaupa.

Bagdad-rafhlaðan sem fannst í Írak 1938 er talin vera síðan 250 fyrir Krist en hún er talin af mörgum hafa verið notuð til að gullhúða skartgripi.

Ítalski læknirinn Girolamo Cardano gerði hugsanlega fyrst grein fyrir sambandi raf- og segulafls í De Subtiliate (1550). Árið 1600 hélt enski vísindamaðurinn William Gilbert áfram með vinnu Girolamo og færði hana á hærra plan. William bjó til ensku orðin "electric" og "electricity" en þau eru dregin af gríska orðinu ηλεκτρον (en. amber)(is. raf) og er íslenska orðið rafmagn dregið af því.

Otto von Guericke fylgdi í fótspor hans árið 1660 en hann fann upp stöðurafmagnsrafal. Aðrir evrópskir frumkvöðlar voru Robert Boyle, sem árið 1675 hélt því fram að rafræðileg öfl gætu virkað í lofttómi, Stephan Gray sem árið 1729 flokkaði efni sem leiðara og einangrara og C. F. Du Fay en hann greindi fyrstur manna á milli þess sem nú flokkast sem jákvæð og neikvæð hleðsla.

Layden-krukkan, nokkurs konar þéttir fyrir rafafl í miklu magni, var fundin upp í Laiden-háskólanum af Pieter van Musschenbroek árið 1745. Skömmu síðar, árið 1747 notaði William Watson Layden-krukkuna þegar hann uppgötvaði að útleysing stöðurafmagns jafngilti rafstraum.

Í júní, árið 1752 kynnti Benjamin Franklin rannsóknir sínar á rafmagni og tengdum tilgátum með sínum frægu, en jafnframt, stórhættulegu tilraunum sem fólust í því að hann flaug flugdreka meðan þrumuveður stóð yfir. í kjölfarið af þessum tilraunum fann hann upp eldingavarann og kom á tengslum milli eldinga og rafmagns.

Það var annaðhvort Franklin (oftar) eða Ebenezer Kinnersley (sjaldnar) sem er talin bera ábyrgð á nútíma skilgreiningum á jákvæðri og neikvæðri hleðslu rafmagns.

Það var gert á síðari hluta 19. aldar.

Tengt efni

breyta

Heimildir

breyta
  1. mbl.is: Rafmagn ódýrast á Íslandi

Tenglar

breyta
  • „Hvað er rafmagn?“. Vísindavefurinn.
  • „Hvað er rafmagn?“. Sótt 04.06 2006.