Katla (sjónvarpsþættir)

Katla er íslensk drama sjónvarpsþáttaröð búin til og leikstýrð af Baltasar Kormáki og Sigurjóni Kjartanssyni. Handritshöfundar eru Baltasar Kormákur, Sigurjóni Kjartanssson, Davíð Már Stefánsson og Lilja Sigurðardóttir. Þáttaröðin var frumsýnd 17. júní 2021 á Netflix . [1]

Katla
TegundRáðgáta

Drama

Vísindaskáldskapur
UpprunalandÍsland
FrummálÍslenska
Fjöldi þáttaraða1
Fjöldi þátta8
Framleiðsla
FramleiðslaRVK Studios
Útsending
Upprunaleg sjónvarpsstöðNetflix

Söguþráður

breyta

Einu ári eftir eldgos í Kötlu hefur lífið í friðsæla smábænum Vík breyst til muna. Eldstöðin er ennþá virk og jökulísinn ofan við gosopið að einhverjum hluta bráðnaður.

Bærinn hefur verið rýmdur og eins svæðið í kring en einungis er hægt að komast þangað með því að fara yfir Markarfljót.

Þeir örfáu bæjarbúar sem eftir eru ná að halda nauðsynlegri þjónustu í samfélaginu gangandi og þrátt fyrir frábæra staðsetninguna er Vík orðin að nokkurs konar draugabæ.

Ástandið verður svo enn ógnvænlegra þegar dularfull fyrirbæri byrja að koma undan jöklinum og hafa í för með sér afleiðingar sem enginn gat séð fyrir.[2]

Leikarar

breyta
  • Guðrún Eyfjörð
  • Ingvar Sigurðsson
  • Björn Thors
  • Íris Tanja Flygenring
  • Þorsteinn Bachmann
  • Aliette Opheim
  • Sólveig Arnarsdóttir
  • Haraldur Ari Stefánsson sem Einar [1]
  • Birgitta Birgisdóttir í hlutverki Rakelar
  • Helga Braga Jónsdóttir í hlutverki Vigdísar
  • Björn Ingi Hilmarsson í hlutverki Leifs
  • Aldís Amah Hamilton sem Eyja
  • Hlynur Atli Harðarson sem Mikael

Þættir

breyta
Nr. Titill Leikstjórn Handrit Útgáfudagur
1 Undan Jöklinum Baltasar Kormákur Sigurjón Kjartansson 17. júní 2021
Einu ári eftir eldgos í Kötlu hefur lífið í friðsæla smábænum Vík breyst til muna. Ástandið verður svo enn ógnvænlegra þegar dularfull fyrirbæri byrja að koma undan jöklinum og hafa í för með sér afleiðingar sem enginn gat séð fyrir.
2 Ása Baltasar Kormákur Lilja Sigurðardóttir 17. júní 2021
Óvæntur gestur sem kemur fram úr skugganum fær fulla athygli Grímu. Á meðan jörðin undir þeim færist svara Darri og Gunhild kalli Kötlu.
3 Móðirin Baltasar Kormákur Davíð Már Stefánsson 17. júní 2021
Kaldi og grimmi veruleikinn í Vík í Mýrdal kemur að heimsækja Grímu. Darri rannsakar undarlegu uppgötvunina sína í leyni. Gunnhild mætir nýliðanum.
4 Þetta er ekki hann Þóra Hilmarsdóttir Sigurjón Kjartansson 17. júní 2021
Er þetta draumur eða martröð? Óuppgerð snýr Gríma aftur í búðirnar í leit að svörum á meðan Darri heldur til Víkur fyrir endurfundi. Þór verður heillaður.
5 Norðanátt Börkur Sigþórsson Davíð Már Stefánsson 17. júní 2021
Átakanleg opinberum sem myndi venjulega bjóða upp á endalok opnar í stað þess gjá spurninga. Sagan endurtekur sig þegar banvænn öskustormur myndast.
6 Gríma Börkur Sigþórsson Davíð Már Stefánsson 17. júní 2021
Augliti til auglits við algera ráðgátu reynir Gríma að skilja skuggalegu uppgötvun sína. Rakel breytir um hugarfar á meðan Gísli tekst á við óvænta komu.
7 Steinninn Börkur Sigþórsson Davíð Már Stefánsson 17. júní 2021
Stundum hafa skuggar sinn eigin huga. Á slysastaðnum opnar Rakel sig fyrir Grímu. Darri leitar í sprungunni að svörum.
8 Ég er þú Baltasár Kormákur Sigurjón Kjartansson 17. júní 2021
Hvað er alvöru, hvað er það ekki - og skiptir það máli? Sannleikurinn kemur í ljós, óttinn vex og ráðgátan virðist ætla að sópa burt allt sem kemur nálægt henni.

Snið:Episode table

Framleiðsla

breyta

Þróun

breyta

Í október 2019 var greint frá því að RVK Studios væri að þróa seríu byggða á yfirnáttúrulegu eldfjalladrama fyrir Netflix, [3] í leikstjórn Baltasars Kormáks og Sigurjóns Kjartanssonar . [4]

Tilvísanir

breyta
  1. 1,0 1,1 Khan, Iram Sharifah (27. maí 2021). „Katla: Release date and cast for Icelandic series on Netflix revealed“. HITC (bresk enska). Afrit af upprunalegu geymt þann 27. maí 2021. Sótt 30. maí 2021.
  2. „Fyrstu myndirnar úr Kötlu birtar“. RÚV. 24. mars 2021. Sótt 19. júní 2021.
  3. White, Peter (9. október 2019). „Netflix Scales Supernatural Volcano In 'Katla' With 'Everest' Director Baltasar Kormákur“. Deadline.
  4. „Katla - grounded sci-fi from acclaimed icelandic director Baltasar Kormákur“. Netflix. Afrit af upprunalegu geymt þann 18. nóvember 2022.

Ytri tenglar

breyta