Rúnturinn
Rúnturinn er hugtak sem haft er um nokkuð fastmótaða hringleið í miðbæ borgar sem ungt fólk vanar til að sjást og sjá aðra. Rúnturinn er venjulega farinn til að drepa tímann, en einnig til að sjá aðra og/eða kynnast verðandi kærasta eða kærustu. Rúnturinn er venjulega til í öllum stærri þéttbýliskjörnum. Í sambandi við rúntinn þá er talað um að rúnta, fara á rúntinn eða vera á rúntinum.
Reykjavík
breytaUpphaflega, í lok 19. aldar og byrjun þeirrar 20.stu, var rúnturinn í miðborg Reykjavíkur farinn á tveimur jafnfljótum. Hann taldist þá vera Austurstræti, Aðalstræti, Kirkjustræti og Pósthússtræti. Rúntinum frá þessum tíma er vel lýst í Ofvitanum eftir Þórberg Þórðarson. Nú er rúnturinn í Reykjavík farinn á bílum og er upp Hverfisgötuna, niður Laugarveg, Bankastræti og Austurstræti og svo beygt við Ingólfstorg til norðurs og svo Hafnarstræti til austurs og svo upp Hverfisgötuna á ný. Einnig er stundum farinn hlykkur frá Bankastræti út Lækjargötu til suðurs og svo Pósthússtræti til norðurs og svo beygt inn á Austurstræti.
Keflavík
breytaÍ Keflavík er rúntað aðallega upp og niður Hafnargötuna, og snúið við á hringtorgum við Vesturgötu og Ægisgötu, og Faxabraut og Víkurbraut. Sandgerðishringurinn er einnig hluti af rúntinum hjá sumum, þar sem keyrt er Sandgerðisveginn frá Flugvallarhringtorgi, út í Sandgerði, þaðan er Garðskagavegur tekinn út í Garð og síðan er hann kláraður til þess að ljúka hringnum og enda aftur í Keflavík. Stafneshringur er aðeins stærri og frekar hættulegur á veturnar. Keyrt er frá herskýlinu á Ásbrú í átt að Höfnum. Síðan er tekin hægri beygja hjá skilti sem bendir í átt að Stafnesi. Þessi vegur nær til Sandgerðis og fer í kringum flugvöllinn. Síðan er hægt að fara beint til Keflavíkur eða klára Sandgerðishringinn með því að fara út í Garð og þaðan til Keflavíkur. Grindavíkurhringurinn er enn lengri og lengstur af þekktum rúnthringjum í Keflavík. Lagt er af stað frá sama stað og Stafneshringur en í staðin fyrir að beygja er haldið áfram. Ef haldið er áfram nógu lengi endar maður í Grindavík og getur þaðan keyrt hvert sem er. Keyrt er framhjá Höfnum á leiðinni og hægt er að stoppa þar og kíkja á húsin og fólkið þar.
Tengill
breyta- Ungir ökumenn og bílanotkun á Íslandi: Félagstengsl, einstaklingar og sköpun rýmis, doktorsritgerð við Háskóla Íslands frá 2013