Rómantíkin
(Endurbeint frá Rómantík)
Rómantíkin eða Rómantíska tímabilið var stefna innan listar sem var ríkjandi í evrópskri list og menningu frá lokum 18. aldar til miðrar 19. aldar (u.þ.b. 1800-1850). Tímabilið tók við af upplýsingunni. Engin eiginleg lok tímabilsins hafa verið skilgreind þar sem hún tórði lengur innan sumra listgreina en annarra.
Sverrir Kristjánsson, sagnfræðingur, sagði um rómantísku stefnuna í grein sinni um Bjarna Thorarensen, sem nefndist: Fannhvítur svanur:
Rómantíska stefnan, svo sem hún birtist í upphafi 19. aldar, var tvíhverf í eðli sínu og öllum háttum: hún var andsvar tilfinninga og skáldlegs hugarflugs við flatbotna skynsemisstefnu og nytjatrú, tefldi fram kug og þjóðtungu gegn heimsborgarahætti 18. aldar. Í pólitískum og félagslegum efnum var hún einnig svo tvíbent, að oft brá til beggja vona, hvort hún yrði þjónusta afturhalds eða tendraði neista byltingar, enda dæmin til um hvorutveggja. Í heimi listarinnar gekk hún sér, einkum í Þýskalandi, til húðar í taumlausri einstaklingshyggju og sénídýrkun, svo hátt varð flug hennar, að hún eygði ekki lengur þann jarðneska veruleika, sem var þó hennar móðurskaut. |