Ráðuneyti Gunnars Thoroddsens
Ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens var samsteypustjórn nokkurra þingmanna Sjálfstæðisflokksins og þingflokka Framsóknarflokksins og Alþýðubandalagsins. Ríkisstjórnin starfaði frá 8. febrúar 1980 til 26. maí 1983.
Stjórnin var ein óvæntasta og umdeildasta ríkisstjórn sögunnar og var mynduð í kjölfar fjögurra mánaða langrar stjórnarkreppu. Kristján Eldjárn þáverandi forseti Íslands var kominn á fremsta hlunn með myndun utanþingsstjórnar þegar Gunnari Thoroddsen varaformanni Sjálfstæðisflokksins tókst að mynda stjórn með Framsóknarflokki, Alþýðubandalagi og nokkrum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. Stjórnin var mynduð í andstöðu við meirihluta þingflokks Sjálfstæðisflokksins og varð Geir Hallgrímsson formaður flokksins leiðtogi stjórnarandstöðunnar á þingi.[1]
Ráðherrar í ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen
breyta- Gunnar Thoroddsen (D), Forsætisráðherra og ráðherra Hagstofu Íslands.
- Ólafur Jóhannesson (B), Utanríkisráðherra
- Friðjón Þórðarson (D), Dóms- kirkju - og samstarfsráðherra Norðurlandanna
- Hjörleifur Guttormsson (G), Iðnaðarráðherra
- Ingvar Gíslason (B), Menntamálaráðherra
- Pálmi Jónsson (D), Landbúnaðarráðherra
- Ragnar Arnalds (G), Fjármálaráðherra
- Steingrímur Hermannsson (B), Sjávarútvegs og Samgönguráðherra
- Svavar Gestsson (G), Heilbrigðisráðherra og Félagsmálaráðherra
- Tómas Árnason (B), Viðskiptaráðherra
Fyrirrennari: Ráðuneyti Benedikts Gröndals |
|
Eftirmaður: Fyrsta ráðuneyti Steingríms Hermannssonar |
Tilvísanir
breyta- ↑ Brynjólfur Þór Guðmundsson, „Ein óvæntasta og umdeildasta stjórnarmyndun sögunnar“ ruv.is (skoðað 10. febrúar 2020)