Ráðuneyti Benedikts Gröndals
Ráðuneyti Benedikts Gröndal er heiti á einu ríkisstjórn Benedikts Gröndal. Ráðuneytið var minnihlutastjórn Alþýðuflokksins sem mynduð var eftir að annað ráðuneyti Ólafs Jóhannessonar féll og sat frá 15. október 1979 til 8. febrúar 1980. Þingkosningar fóru fram 2.-3. desember 1979 en stjórnin sat áfram uns tókst að mynda ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens.