Stofnað: 2008
Tegund: Rökræða, málflutningur
Formaður: Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson
Núverandi meistarar: Laugalækjarskóli

Morgron eða Mælsku- og rökræðukeppni grunnskóla Reykjavíkur og nágrennis er ein helsta keppni grunnskóla Höfuðborgarsvæðisins og svipar að miklu leyti til Morfís framhaldsskólanna. Keppnin, í núverandi mynd, hefur verið haldin tvisvar sinnum, skólaárið 2008-2009 og skólaárið 2009-2010. Stefnt er að því að keppnin verði haldin í þriðja sinn, skólaárið 2010-2011.

Keppt er í rökræðu í fjögurra manna liðum en þrír meðlimir eru ræðumenn og einn er liðsstjóri. Liðsmenn eru kallaðir: frummælandi, meðmælandi, stuðningsmaður og liðsstjóri. Í hverri keppni eru tvö lið og þrír dómarar og þar af einn oddadómari.

Formenn Morgron

breyta
  • 2008-2009 Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson
  • 2009-2010 Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson

Dómgæsla

breyta

Dómarar í Morgron þurfa að hafa dómararéttindi frá Morfís. Í hverri keppni eru þrír dómarar og þar af einn oddadómari. Hlutverk oddadómarans er að gefa refsistig og tilkynna úrslit keppninnar. Oddadómarinn situr á milli hinna tveggja dómaranna. Formaður Morgron úthlutar dómara en sé þess óskað mega liðin sem mætast semja sjálf um dómara. Þegar oddadómari tilkynnir úrslitin heldur hann svokallaða "oddadómararæðu" þar sem kemur fram hvort liðið sigraði, hver ræðumaður kvöldsins er (ræðumaður kvöldsins er stigahæsti ræðumaðurinn) og heildarmunur liða. Ræðumaður kvöldsins í úrslitakeppninni er titlaður „ræðumaður Reykjavíkur“. Engin tímamörk eru á oddadómararæðunni og því dregst hún oftá langinn.

Dómblað

breyta

Notast er við dómblað Morfís. Þar eru gefnar einkunnir (1-10 stig) í fjórum liðum fyrir hverja ræðu. Í lok keppni eru liðirnir svo margfaldaðir með ákveðnum stuðli. Liðsstjóraræður gilda ekki til stiga.

Málflutningur

breyta

Í þessum lið eru öryggi og flutningur ræðumannsins metin. Í flutningi felst hversu vel dómörum finnst ræðumaðurinn ná til sín, hversu sannfærandi hann er, skýrmæltur eða áhrifaríkur. Stig sem gefin eru fyrir málflutning eru margfölduð með þremur.

Ræða

breyta

Í þessum lið eru gæði ræðunnar sjálfrar metin. Þar spila rök, málfar, áhrifamáttur orða, skemmtanagildi og flæði stærst hlutverk. Hefð hefur skapast fyrir því að ræðumenn byrji fyrri ræðu sína á orðunum "Fundarstjóri, dómarar andmælendur og góðir gestir" og seinni ræðu sína á "Fundarstjóri". Stig sem eru gefin fyrir ræðu eru margfölduð með fjórum.

Í ræðukeppnum þurfa ræðumenn að koma með mótrök og svör við ræðum andstæðingsins. Í þessum lið skipta gæði svara, rök, hnitmiðun, málfar, skemmtanagildi, öryggi flutnings, viðbrögð við ófyrirsjáanlegum rökum og þýðing þeirra fyrir rökræðuna í held mestu máli. Einkunn sem gefin er fyrir ræðu er margfölduð með fjórum.

Geðþóttastuðull

breyta

Þessi liður er einnig þekktur undir nafninu hughrif. Í þessum lið er dómaranum algjörlega frjálst að setja hvaða einkunn sem er á skalanum 1-10. Margir dómarar gefa þó ræðumönnunum samsvarandi einkunn í geðþóttastuðlinum. Stig sem eru gefin fyrir geðþóttastuðul eru ekki margfölduð.

Refsistig

breyta

Aðeins er hægt að fá refsistig fyrir að tala yfir tíma. Þar er gefið eitt refsistig fyrir hverja sekúndu sem talað er framyfir eða undir tímamörk. Tímamörk ræðanna eru eftirfarandi:

Liðsstjóraræður: ótakmarkaður tími Fyrri frummælendaræður: 3-4 mínútur Aðrar ræður: 2-3 mínútur

Til þess að mæla tímann skipar hvort liðið um sig einn tímavörð og sá tími sem gildir er meðaltal tímanna tveggja. Þegar þrjátíu sekúndur eru eftir af ræðu skal sá tímavörður sem situr nær pontunni leggja hvítt spjald á pontuna til viðvörunnar um að tíminn sé að renna út. Athugið að aðeins oddadómari gefur refsistig.

Meðalstig framsöguræðu

breyta

Vegna þess að frummælandi svarar ekki í fyrri ræðunni sinni var þessum lið bætt inn á dómblaðið til þess að vega upp á móti þeim stigum. Til þess að finna meðalstig framsöguræðu skal deila stigum hennar í tvennt og bæta því við heildarstig ræðumannsins. Ef hálfur kemur upp skal námundað upp. Athugið að leggja meðalstig framsöguræðu við heildarstig ræðumanns en ekki keppninnar því, ólíkt því sem margir halda, getur það haft áhrif á úrslit keppninnar.

Ræðumenn Reykjavíkur

breyta

Sigurvegarar Morgron

breyta
  • 2009 - Seljaskóli
    • Umræðuefni: Ef við finnum geimverur, eigum við að boða þeim kristna trú?
    • Fundarstjóri: Kjartan Magnússon
    • Ræðumaður kvöldsins: Álfur Birkir Bjarnason
    • Sigurlið Seljaskóla
      • Liðsstjóri: Oddur Ævar Gunnarsson
      • Frummælandi: Agnar Már Brynjarsson
      • Meðmælandi: Álfur Birkir Bjarnason
      • Stuðningsmaður: Bryndís Elín Halldórsdóttir
    • Taplið Hagaskóla
      • Liðsstjóri: Anna Lotta Michaelsdóttir
      • Frummælandi: Ólafur Kjaran Árnason
      • Meðmælandi: Guðmundur Jóhann Guðmundsson
      • Stuðningsmaður: Birna Ketilsdóttir
  • 2010 - Hagaskóli
    • Umræðuefni: Nektardansbannið
    • Fundarstjóri: Oddný Sturludóttir
    • Ræðumaður kvöldsins: Ásdís Kristjánsdóttir (523 stig)
    • Sigurlið Hagaskóla (1379 stig)
      • Liðsstjóri: Sólveig Lára Gautadóttir
      • Frummælandi: Ásdís Kristjánsdóttir
      • Meðmælandi: Aldís Mjöll Geirsdóttir
      • Stuðningsmaður: Birna Ketilsdóttir
    • Taplið Lindaskóla (1304 stig)
      • Liðsstjóri: Rúna Halldórsdóttir
      • Frummælandi: Unnur Stefánsdóttir
      • Meðmælandi: Sigurður Kristinsson
      • Stuðningsmaður: Rut Guðnadóttir


  • 2012 - Valhúsaskóli
    • Umræðuefni: Stríð
    • Fundarstjóri: Ónafngreind stúlka
    • Ræðumaður kvöldsins: Leifur Þorbjarnarson (452 stig)
    • Sigurlið Valhúsaskóla (1211)
      • Liðsstjóri: Ásthildur Gyða Garðarsdóttir
      • Frummælandi: Margrét Aðalheiður Þorgeirsdóttir
      • Meðmælandi: Geir Zoëga
      • Stuðningsmaður: Jórunn María Þorsteinsdóttir
    • Taplið Hagaskóla (1199)
      • Liðsstjóri: Þorgerður Atladóttir
      • Frummælandi: Leifur Þorbjarnarson
      • Meðmælandi: Elín María Árnadóttir
      • Stuðningsmaður: Magdalena Anna Torfadóttir


  • 2013 - Laugalækjarskóli
    • Umræðuefni: Heimur án landamæra
    • Fundarstjóri: Sigríður María Egilsdóttir
    • Ræðumaður kvöldsins: Elín María Árnadóttir
    • Sigurlið Laugalækjarskóla
      • Liðsstjóri: Steinunn Jónsdóttir
      • Frummælandi: Garðar Sigurðarson
      • Meðmælandi: Margrét Erla Þórsdóttir
      • Stuðningsmaður: Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir
    • Taplið Hagaskóla
      • Liðsstjóri: Katrín Sigríður Steingrímsdóttir
      • Frummælandi: Ásgeir Beinteinn Árnason
      • Meðmælandi: María Rós Kaldalóns
      • Stuðningsmaður: Elín María Árnadóttir



Sigrar og þátttaka í Morgron
Skóli Sigrar Þátttaka
Hagaskóli 1 3
Seljaskóli 1 2
Árbæjarskóli 0 2
Lindaskóli 0 3
Valhúsaskóli 1 3
Hlíðaskóli 0 1
Ingunnarskóli 0 1
Laugalækjarskóli 1 2
Réttarholtsskóli 0 1
Varmárskóli 0 1
Víðistaðaskóli 0 1
Vogaskóli 0 1
Ölduselsskóli 0 1

Tengt efni

breyta

Tenglar

breyta

Frekara lesefni

breyta