Morgron 2010 er annað skiptið sem ræðukeppni grunnskólanna, Morgron, er haldin eins og hún er nú. Þátttökuskólar voru níu talsins en tveir þeirra drógu þátttöku sína til baka. Ingunnarskóli, Laugalækjarskóli og Réttarholtsskóli kepptu allir í fyrsta sinn í Morgron í keppninni 2010.

Keppnin

breyta

Fyrsta umferð

breyta

Árbæjarskóli skráði sig úr keppni og gaf þar með viðureignina. Réttarholtsskóli heldur því áfram í aðra umferð.

Önnur umferð

breyta

Í annarri umferð eða 8-liða úrslitum Morgron 2010 keppa eftirfarandi lið:

Valhúsaskóli - Ingunnarskóli

breyta

Fyrsta keppni Morgron 2010, keppni Valhúsaskóla og Ingunnarskóla, fór fram í Valhúsaskóla þann 29. janúar. Umræðuefnið var: Að því gefnu að til sé tæki sem spáð getur fyrir um glæpi í framtíðinni, eigum við að nota það til þess að handtaka glæpamennina áður en glæpurinn er framinn? og Ingunnarskóli mælti með en Valhúsaskóli á móti. Dómarar voru Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson, Egill Ásbjarnarson og oddadómarinn Ingvar Örn Ákason. Allir dómarar voru sammála um sigurliðið og ræðumann kvöldsins en keppninni lauk með 165 stiga mun af 2889 heildarstigum.

  • Umræðuefni: Að því gefnu að til sé tæki sem spáð getur fyrir um glæpi í framtíðinni, eigum við að nota það til þess að handtaka glæpamennina áður en glæpurinn er framinn?
  • Ræðumaður kvöldsins: Árni Beinteinn Árnason
  • Sigurlið Valhúsaskóla (1.527 stig)
    • Liðsstjóri: Sólveig Matthildur
    • Frummælandi: Árni Beinteinn Árnason
    • Meðmælandi: Sólveig Ásta
    • Stuðningsmaður: Sölvi Rögnvaldsson
  • Taplið Ingunnarskóla (1.362 stig)
    • Liðsstjóri: Jakob Steinn
    • Frummælandi: Kristófer Leó
    • Meðmælandi: Sigurbjörn Bernharð
    • Stuðningsmaður: Arnar Freyr

Seljaskóli - Réttarholtsskóli

breyta

Önnur keppni Morgron 2010, keppni Seljaskóla og Ingunnarskóla, fór fram í Seljaskóla þann 16. febrúar. Seljaskóli höfðu titilinn að verja því þeir eru núverandi meistarar. Umræðuefnið var: Bandaríkin og Seljaskóli mælti með en Réttarholtsskóli á móti. Dómarar voru þeir sömu og í viðureign Valhúsaskóla og Inngunnarskóla eða Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson, Egill Ásbjarnarson og oddadómari þá Ingvar Örn Ákason. Allir dómarar voru sammála um sigurliðið og ræðumann kvöldsins en keppninni lauk með 333 stiga mun af 2833 heildarstigum.

  • Umræðuefni: Bandaríkin
  • Ræðumaður kvöldsins: Guðmar B. (Seljaskóla)
  • Sigurlið Seljaskóla (1.583 stig)
    • Liðsstjóri: Pétur
    • Frummælandi: Agnar Brynjarsson
    • Meðmælandi: Guðmar Elíasson
    • Stuðningsmaður: Bryndís Elín Halldórsdóttir
  • Taplið Réttarholtsskóla (1.250 stig)
    • Liðsstjóri: Markús
    • Frummælandi: Aron
    • Meðmælandi: Ólafur Kári
    • Stuðningsmaður: Kormákur

Hagaskóli - Laugalækjarskóli

breyta

Þriðja keppni Morgron 2010, keppni Hagaskóla og Laugalækjarskóla, fór fram í Laugalækjarskóla þann 4. mars. Keppnin var jafnframt fyrsta Morgronkeppni Laugalækjarskóla. Umræðuefnið var: „Hver er sinnar gæfu smiður“ og Laugalækjarskóli mælti með en Hagaskóli á móti. Dómarar voru Thelma Lind Steingrímsdóttir, Árni Grétar Finnsson og oddadómari var Brynjar Guðnason. Allir dómarar voru sammála um sigurliðið og frekar sammála um ræðumann kvöldsins en keppninni lauk með 425 stiga mun af 2523 heildarstigum.

  • Umræðuefni: Hver er sinnar gæfu smiður
  • Fundarstjóri: Arnar Sveinn Harðarson
  • Ræðumaður kvöldsins: Birna Ketilsdóttir (Hagaskóla)
  • Sigurlið Hagaskóla (1.474 stig)
    • Liðsstjóri: Sólveig Lára Gautadóttir
    • Frummælandi: Ásdís Kristjánsdóttir
    • Meðmælandi: Aldís Mjöll Geirsdóttir
    • Stuðningsmaður: Birna Ketilsdóttir
  • Taplið Laugalækjarskóla (1.049 stig)
    • Liðsstjóri: Ragnar
    • Frummælandi: Vigdís
    • Meðmælandi: Sara
    • Stuðningsmaður: Þorsteinn

Lindaskóli - Varmárskóli

breyta

Varmárskóli sagði sig úr keppni og gaf þar með viðureignina fyrirfram. Lindaskóli keppir því ekki fyrr en í undanúrslitum.

Undanúrslit

breyta

Hagaskóli - Valhúsaskóli

breyta

Fjórða keppni Morgron 2010 og jafnframt fyrri undanúrslitakeppnin, keppni Hagaskóla og Valhúsaskóla, fór fram í Hagaskóla þann 23. mars. Hagaskóli vann sér leið í úrslitin með sigri sínum á Laugalækjarskóla á útivelli en Valhýsingar höfðu betur gegn Inngunnarskóla í sinni 8-liða úrslita viðureign. Þetta var í annað skiptið sem Hagaskóli og Valhúsaskóli mætast í ræðukeppni árið 2010 en hið fyrra var á svokölluðum Hagó-Való degi þar sem Valhúsaskóli bar sigur úr bítum. Umræðuefnið var: „Heimur versnandi fer“ og Valhúsaskóli mælti með en Hagaskóli á móti. Dómarar keppninnar voru Kristján Lindberg, oddadómari, Jakob Ómarsson og Nanna B. Tryggvadóttir. Ekki allir dómararnir voru sammála um sigurliðið en tveir dómarar dæmdu Hagaskóla sigur auk þess sem Hagaskóli hlaut fleiri stig. Dómararnir voru frekar sammála um ræðumann kvöldsins og lauk leikum með stiga 132 stiga sigri Hagaskóla af 2626 heildarstigum.

  • Umræðuefni: Heimur versnandi fer
  • Fundarstjóri: Gunnar Birnir Ólafsson
  • Ræðumaður kvöldsins: Birna Ketilsdóttir (Hagaskóla)
  • Sigurlið Hagaskóla (1.379 stig)
    • Liðsstjóri: Sólveig Lára Gautadóttir
    • Frummælandi: Ásdís Kristjánsdóttir
    • Meðmælandi: Aldís Mjöll Geirsdóttir
    • Stuðningsmaður: Birna Ketilsdóttir
  • Taplið Valhúsaskóla (1.247 stig)
    • Liðsstjóri: Sólveig Matthildur
    • Frummælandi: Árni Beinteinn Árnason
    • Meðmælandi: Sólveig Ásta
    • Stuðningsmaður: Sölvi Rögnvaldsson

Tengt efni

breyta

Frekara lesefni

breyta