Pros Mund
Pros Mund, Pros Mundt (um 1589 – 13. október 1644) var danskur aðalsmaður, sonur Niels Sørensen Mund, sem líklega var frá Mecklenburg, og Inger Prosdatter frá Eiðangri á Þelamörk í Noregi. Kona hans hét Edel Urne og eignuðust þau soninn Johan Mund.
Pros Mund tók þátt í sjóorrustunni við Hamborg 1630 til að reka Hansasambandið frá Lukkuborg. Hann var hirðstjóri á Íslandi 1633-1644. Hann varð varaaðmíráll í Torstensonófriðnum árið 1644 og barðist við Lister Dyb og Kolberger Heide þar sem Danir unnu frægan sigur. Hann fór með sautján skip gegn sameinuðum flota Svía og Hollendinga við Láland 13. október 1644 og missti þar fjórtán skip og týndi lífinu.
Fyrirrennari: Holger Rosenkrantz |
|
Eftirmaður: Jens Søffrensen |