The Moody Blues var ensk hljómsveit frá Birmingham sem starfaði frá árinu 1964 (fyrir utan hlé 1974-77) og til 2018. Sveitin spilaði rokk eða/og sýrurokk og framsækið rokk.

The Moody Blues árið 1970.
The Moody Blues á tónleikum árið 2011.

Í fyrstu spilaði hljómsveitin blúsrokk en árið 1967 kom út önnur platan þeirra Days of Future Passed þar sem blandað var framsæknu rokki og klassískri tónlist. Upphaflega bað plötufyrirtækið þeirra Decca þá um að spila verk eftir Antonín Dvořák með sinfóníuhljómsveit en hljómsveitin sannfærði þá um að fá að leika frumsamið verk. Platan sló í gegn á Englandi og í Bandaríkjunum.

The Moody Blues voru meðal fyrstu hljómsveita til að nota mellotronhljómborðið en svo vildi til að hljómborðsleikari sveitarinnar Mike Pinder vann í verksmiðjunni sem bjó hljómborðin til og gat því sérsniðið hljómborð fyrir sig. Pinder kynnti mellotron fyrir John Lennon.

Hljómsveitarmeðlimirnir notuðust við ýmis hljóðfæri á plötum sínum og sungu þeir flestir.[1] Þeirra þekktasta lag er Nights in White Satin.

Sveitin lagði upp laupana 2018 en þá var aldurinn farinn að segja til sín og einstaka meðlimir hættir eða látnir.

Meðlimir

breyta
  • Justin Hayward – gítar, söngur (1966–2018)
  • John Lodge – bassi, gítar, söngur (1966–2018)
  • Graeme Edge – Trommur, söngur (1964–2018, dó 2021)
  • Denny Laine – Gítar, söngur (1964–1966)
  • Mike Pinder – Hljómborð og söngur (1964–1978, dó 2024)
  • Ray Thomas – flauta, ásláttur, munnharpa og söngur (1964–2002; dó 2018)
  • Clint Warwick – bassi og söngur (1964–1966; dó 2004)
  • Rodney Clark – bassi og söngur (1966)
  • Patrick Moraz – hljómborð (1978–1991)

Breiðskífur

breyta
  • The Magnificent Moodies (1966)
  • Days of Future Passed (1967)
  • In Search of the Lost Chord (1968)
  • On the Threshold of a Dream (1969)
  • To Our Children's Children's Children (1969)
  • A Question of Balance (1970)
  • Every Good Boy Deserves Favour (1971)
  • Seventh Sojourn (1972)
  • Octave (1978)
  • Long Distance Voyager (1981)
  • The Present (1983)
  • The Other Side of Life (1986)
  • Sur La Mer (1988)
  • Keys of the Kingdom (1991)
  • Strange Times (1999)
  • December (2003)

Tilvísanir

breyta
  1. The Moody Blues - Biography Allmusic. Skoðað 2. mars, 2016,