Billie Eilish

Bandarísk söngkona og lagahöfundur (2001–)

Billie Eilish Pirate Baird O'Connell (f. 18. desember 2001) er bandarísk söngkona og lagahöfundur. Hún hlaut fyrst eftirtekt þegar hún gaf út fyrstu smáskífuna sína „Ocean Eyes“, árið 2015. Lagið var samið og framleitt af bróður hennar, Finneas O'Connell, sem hún skrifar oft lög með.

Billie Eilish
Eilish árið 2022
Fædd
Billie Eilish Pirate Baird O'Connell

18. desember 2001 (2001-12-18) (22 ára)
Störf
  • Söngvari
  • lagahöfundur
  • leikari
Ár virk2015–í dag
ÆttingjarFinneas O'Connell (bróðir)
Tónlistarferill
Stefnur
Hljóðfæri
  • Rödd
  • gítar
  • píanó
  • úkúlele
Útgefandi
Vefsíðabillieeilish.com
Undirskrift

Fyrsta breiðskífa Eilish var gefin út árið 2019 og var nefnd When We All Fall Asleep, Where Do We Go? Hún náði fyrsta sæti á hljómplötulistunum Billboard 200 og UK Albums Chart, og var ein mest selda plata það ár. Á henni má finna lagið „Bad Guy“ sem komst í fyrsta sæti á Billboard Hot 100 listanum. Árið eftir var Eilish einn af höfundum lagsins „No Time to Die“ sem var notað í samnefndu James Bond myndinni. Lagið hlaut Óskarsverðlaun fyrir besta frumsamda lagið árið 2022. Önnur breiðskífan hennar, Happier Than Ever, var gefin út árið 2021 og náði fyrsta sæti í 25 löndum.

Útgefið efni breyta

Breiðskífur breyta

  • When We All Fall Asleep, Where Do We Go? (2019)
  • Happier Than Ever (2021)

Stuttskífur breyta

  • Don't Smile at Me (2017)
  • Guitar Songs (2022)

Tónleikaplötur breyta

  • Live at Third Man Records (2019)

Tilvísanir breyta

  1. „Pop Rock Music Guide: A Brief History of Pop Rock - 2023 - MasterClass“. 8. febrúar 2022. Afrit af uppruna á 2. október 2023. Sótt 6. febrúar 2023.

Tenglar breyta

   Þetta æviágrip sem tengist tónlist er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.