Pinus edulis
Pinus edulis er fura ættuð frá vesturhluta Norður-Ameríku.
Pinus edulis | ||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Pinus edulis í Bryce Canyon National Park
| ||||||||||||||||
Ástand stofns | ||||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||
| ||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||
Pinus edulis Engelm. | ||||||||||||||||
Útbreiðsla Pinus edulis
|
Útbreiðsla og búsvæði
breytaHún vex frá Colorado, suður Wyoming, austur og mið Utah, norður Arizona, Nýja-Mexíkó, vestur Oklahoma, suðaustur Kalifornía, og Guadalupe Mountains vestast í Texas.[2] Hún er meðalhátt til fjalla, í 1600 til 2400m hæð, sjaldan niður að 1400m en fer jafnvel upp í 3000m hæð. Hún er útbreidd og jafnvel algeng á svæðinu, og myndar umfangsmikla opna skóga, oft í bland við eini.
Lýsing
breytaPinus edulis er lítið til meðalstórt tré, og verður 10 til 20m há, með að 80 sm stofnþvermáli, sjaldan meira. Börkurinn er óreglulega sprunginn og hreistraður. Barrnálarnar eru tvær saman, í meðallagi breiðar, 3 til 5,5 sm langar og grænar, með loftaugum á innri hlið og ytri hlið nálanna en mest á innri hliðinni og mynda hvíta rönd þar. Könglarnir eru hnattlaga, 3 til 5 sm langir og breiðir lokaðir, grænir í fyrstu, og og verða fölgulir við þroska eftir 18 til 20 mánuði, með fáar þykkar köngulskeljar, yfirleitt eru 5 til 10 frjóar (með fræ). Þegar könglarnir opnast við þroska verða þeir 4 til 6 sm breiðir, og haldast fræin á þeim eftir opnun. Fræin eru 10 til 14 mm löng, með þunnri skel, hvítri fræhvítu, og vængstubb um 1-2 mm langan; þeim er dreift af fuglinum Gymnorhinus cyanocephalus, sem tínir fræin úr opnum könglunum. Fuglarnir geyma mörg fræjanna til að nota síðar, og eru þau stundum ekki nýtt og verða að nýjum trjám.
Tegundin blandast við Pinus monophylla sbsp. fallax (sjá lýsingu undir Pinus monophylla) á nokkurra hundruða kílómetra svæði meðfram Mogollon Rim í mið Arizona og Miklugljúfrum sem er orsök trjáa með stökum og tvem nálum saman í búnti á hverri grein. Algengi tveggja nála eykst á rökum árum og minnkar eftir þurr ár.[3] Innri gerð nálanna er nær sú sama sem styður skoðun Little's 1968 [4] á því sem afbrigði af Pinus edulis fremur en undirtegund af Pinus monophylla.
Nytjar
breytaÆtum fræjunum (furuhnetur) er mikið safnað um allt útbreiðslusvæðið; á mörgum svæðum er uppskerurétturinn í höndum indíánaættflokka, en tegundin er gríðarmikilvæg efnahagslega og menningarlega.
Pinus edulis er stundum plantað sem skrauttré eða notað sem jólatré.
Pinus edulis er ríkistré Nýju-Mexíkó.[5]
Tilvísanir
breyta- ↑ A. Farjon (2013). „Pinus edulis“. The IUCN Red List of Threatened Species. IUCN. 2013: e.T42360A2975133. doi:10.2305/IUCN.UK.2013-1.RLTS.T42360A2975133.en. Sótt 15. janúar 2018.
- ↑ Moore, Gerry; Kershner, Bruce; Craig Tufts; Daniel Mathews; Gil Nelson; Spellenberg, Richard; Thieret, John W.; Terry Purinton; Block, Andrew (2008). National Wildlife Federation Field Guide to Trees of North America. New York: Sterling. bls. 92. ISBN 1-4027-3875-7.
- ↑ Cole, Ken; Fisher, Jessica; Arundel, Samantha; Canella, John; Swift, Sandra (2008). „Geographical and climatic limits of needle types of one- and two-needled pinyon pines“. Journal of Biogeography. 35: 357–369. doi:10.1111/j.1365-2699.2007.01786.x. PMC 3001037.
- ↑ Little, Elbert (1968). „Two new pinyon varieties from Arizona“. Phytologia. 17: 329–342.
- ↑ „New Mexico Secretary of State: KID'S Corner“. Afrit af upprunalegu geymt þann 1. maí 2008. Sótt 9. maí 2009.
Heimildir
breyta- Ronald M. Lanner, 1981. The Piñon Pine: A Natural and Cultural History. University of Nevada Press. ISBN 0-87417-066-4.
- Gymnosperm Database: Pinus edulis
Tenglar
breyta- USDA Plants Profile: Pinus edulis Geymt 3 maí 2013 í Wayback Machine