Páfaríkið

(Endurbeint frá Páfaríki)

Páfaríkið eða Kirkjuríkið var eitt af stærstu ríkjunum á Appennínaskaganum fram að sameiningu Ítalíu 1861-1870. Ríkið var þau svæði sem páfinn í Róm ríkti yfir jafnt sem veraldlegur valdsmaður og andlegur leiðtogi en á miðöldum átti hugtakið einungis við það land sem var arfur heilags Péturs (latína: Patrimonium Petri) þ.e. það land sem var í einkaeigu kirkjunnar. Á hátindi sínum náði ríkið yfir hluta Rómanja, Marke, hluta Úmbríu og Latíum þar á meðal borgirnar Bologna, Ravenna og Ferrara, auk Rómar. Það eina sem nú er eftir af því er Vatíkanið í Róm.

Páfaríkið
  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.