Oxford Classical Dictionary

Oxford Classical Dictionary (eða OCD) er alfræðirit á ensku um klassíska fornöld, þ.e. hvaðeina er varðar Rómaveldi og Grikkland hið forna.

Ritið kom fyrst út árið 1949. Önnur útgáfa kom út árið 1970 undir ritstjórn Nicholas G.L. Hammond og H.H. Scullard og þriðja útgáfa kom út árið 1996 undir ritstjórn Simon Hornblower og Antony Spawforth, sem er enn núverandi útgáfa (2005) en hefur þó verið endurskoðuð. Alfræðiritið er einnig fáanlegt á geisladisk.

Í ritinu eru rúmlega 6000 greinar um allt frá daglegu lífi Forn-Grikkja og Rómverja til landafræði, trúarbragða og sögulegra persóna. Í ritinu eru tilvísanir í viðurkenndar fræðilegar útgáfur frumheimilda auk þess sem bent er á nýleg fræðirit.

breyta

Tengt efni

breyta