Spónamatur er samheiti yfir graut, skyr, ábrysti, súpu og fleira sem hefð er fyrir að étið sé með skeið. Nafnið er dregið af því að áður en eiginlegar skeiðar bárust til Íslands, þá voru notaðir spænir í staðinn, eins konar skeiðar sem voru skornar út, gjarnan úr dýrahorni. Spónamatur var yfirleitt étinn úr öskum fyrr á tíð, en nú orðið hafa skálar tekið við.

Þegar spónamatur er etinn rólega í litlum spónfyllum kallast það að sutla eða supla og ögn af spónamat kallast slembra.

Dæmi um spónamat breyta

Tengt efni breyta