Nýi Spánn

(Endurbeint frá Nueva España)

Nýi Spánn (spænska Nueva España) var heiti á spænskri nýlendu í Norður-Ameríku á árunum 1525 til 1821. Höfuðborg Nýja Spánar var Mexíkóborg. Nýja Spáni var stýrt af landstjóra sem konungur Spánar skipaði í embætti. Umráðasvæði Nýja Spánar náði yfir allt svæðið sem nú er Mexíkó, Mið-Ameríku til syðri landamæra Kosta Ríku og hluta af Bandaríkjunum, meðal annars fylkin Kaliforníu, Arizona, Nýja Mexíkó og Texas.

Umráðasvæði Nýja Spánar árið 1795
  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.