Hnotkráka eða hnotbrjótur (fræðiheiti: Nucifraga caryocatactes) er spörfugl sem er lítið eitt stærri en skrækskaði. Þetta er ein af þremur tegundum ættkvíslarinnar. Nucifraga multipunctata sem er í Himalajafjöllum var áður talin ein undirtegund hennar. Þriðja tegundin, Nucifraga columbiana, er í vesturhluta Norður-Ameríku.

Hnotkráka


Kall hnotkráku
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Fuglar (Aves)
Ættbálkur: Spörfuglar (Passeriformes)
Ætt: Hröfnungar (Corvidae)
Ættkvísl: Nucifraga
Tegund:
N. caryocatactes

Tvínefni
Nucifraga caryocatactes
(Linnaeus, 1758)

Samheiti

Corvus caryocatactes Linnaeus, 1758

Hnotkráka, (Nucifraga caryocatactes)

Hún verður um 32–38 sm löng (frá yst á goggi til aftast á stéli) og með vænghaf frá 49 til 53 sm.

Hljóðið er svipað og hjá skrækskaða og er hávært og hart. Því er lýst sem kraak-kraak-kraak-kraak.

Hnotukráka á flugi

Undirtegundir

breyta

Níu undirtegundir eru viðurkenndar[2][3]

 • Einkennisundirtegund: caryocatactes (Linnaeus, 1785) Skandinavía til norður og austur Evrópu; Kákasus og norður Kazakhstan; yfirvetrar í suður Rússlandi;
 • macrorhynchos (Brehm, 1823) norður og norðaustur Asía; flokkast til n Íran, Kóreu og norður Kína; flækingur í Tyrklandi
 • rothschildi (Hartert, 1903) Tian Shan og Dzungarian Alatau fjöll, Kazakhstan og Kína;
 • japonica (Hartert, 1897) mið og suður Kúrileyjar, Hokkaido, Honshū og Hondo, Japan;
 • owstoni (Ingram, 1910) Taívan;
 • interdicta (Kleinschmidt and Weigold, 1922) fjöll í norður Kína (Liaoning);
 • hemispila (Vigors, 1831) Himalajafjöll (vestur Nepal til suður Kashmir);
 • macella (Thayer and Bangs, 1909) austur Himalajafjöll til suður Tíbet, vestur Nepal, norður Myanmar og suðvestur Kína;
 • yunnanensis (Ingram 1910) suðaustur Kína (Yunnan).
 
Frá Phrumsengla National Park, Bhutan.

Sumir höfundar vilja skifta tegundinni í tvennt; norðlæg tegund sem inniheldur undirtegundirnar caryocatactes,japonicus,interdicta,rothschildi og macrorhynchos og suðlæg tegund sem inniheldur hemispila,yunnanensis,macella og owstoni út frá fjaðurbúnaði, en það hefur ekki fengið miklar undirtektir.

Mikilvægasta fæða tegundarinnar eru furuhnetur (stór fræ ýmissa tegunda fura (Pinus sp.), aðallega norðlægra eða háfjallategunda af undirættkvíslinni strobus (Pinus subgenus Strobus): P. armandii, P. bungeana, P. cembra, P. gerardiana, P. koraiensis, P. parviflora, P. peuce, P. pumila, P. sibirica og P. wallichiana. Á sumum svæðum þar sem engin þessara fura er til staðar geta fræ grenis (Picea sp.) og heslis (Corylus sp.) verið mikilvægur hluti fæðunnar. Þau afbrigði sem eru hæað heslihnetum hafa þykkari gogg til að geta unnið á harðari skeljum heslisins. Þegar fræskurnin er of hörð, þá heldur fuglinn hnetunni milli fótanna og heggur með goggnum eins og meitill sé.

 
Beinagrind

Tunga hnotukráku er með sérstaka aðlögun. Endi tungunnar skiftist í tvær totur sem eru með keratín eins og á nöglum. Þetta er talið hjálpa þeim að eiga við fræ og fræskel barrtrjáanna.[4]

Hún felur til síðari nota nokkuð af fræinu sem hún safnar og dreifir þannig fræi uppáhalds trjám sinna. Er hún til dæmis ástæða þess að lindifura (Pinus cembra) hefur dreifst aftur út á svæði í Ölpunum þar sem henni hafði áður verið eytt af mönnum.

Hnotukráka borðar einnig ýmis skordýr sem og smáa fugla, unga og egg þeirra, lítil nagdýr og hræ. Hún grefur upp bú hunangsflugna og vespa til þess að komast í lirfur þeirra.

 
Egg hnotubrjóts

Hnotubrjótar parast til lífstíðar og yfirráðarsvæði parsins er um 10 til 12 hektarar. Varp er yfirleitt snemma um allt búsvæðið, til að nýta sem best furunetur sem geymdar voru haustið áður. Hreiðrið er yfirleitt hátt í barrtré (stundum eru laustré notuð) og yfirleitt sólarmegin. Að jafnaði er orpið 2 til 4 eggjum og legið á í 18 daga. Bæði kynin fæða ungana sem eru yfirleitt fleygir eftir 23 daga og fylgja foreldrum sínum í marga mánuði og læra af þeim fæðugeymslutæknina sem er þeim nauðsynleg til að lifa af veturinn.

Tilvísanir

breyta
 1. BirdLife International (2012). Nucifraga caryocatactes. Rauði listi IUCN yfir tegundir í hættu. 2013.2. Sótt 26. nóvember 2013.
 2. „The OSME Region List of Birds – Passerines – Consultative Draft October 2007“ (PDF). Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 11. maí 2008.
 3. 中国科学院动物研究所. 星鸦云南亚种. 《中国动物物种编目数据库》 (kínverska). 中国科学院微生物研究所. Afrit af upprunalegu geymt þann 10. september 2011. Sótt 4. apríl 2009.
 4. Jackowiak, Hanna; Skieresz-Szewczyk, Kinga; Kwieciński, Zbigniew; Trzcielińska-Lorych, Joanna; Godynicki, Szymon (2010). „Functional Morphology of the Tongue in the Nutcracker (Nucifraga caryocatactes)“ (PDF). Zoological Science. 27 (7): 589–594. doi:10.2108/zsj.27.589. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 20. ágúst 2013. Sótt 13. janúar 2019.

Tenglar

breyta