Næfurfura (fræðiheiti Pinus bungeana[4], kínverska: 白皮松 japanska: シロマツ, kóreska 백송, framburður: baeksong) er fura ættuð frá norðaustur- og miðhluta Kína.[5][6] Þetta er hægvaxta tré sem getur náð 15 til 25 m hæð og þolir að frost fari niður fyrir -26 °C. Af sléttum, grágrænum berkinum flagna smátt og smátt kringlóttar flögur sem skilja eftir sig fölgular eða hvítar skellur, sem verða síðar ólívubrúnar, rauðbrúnar eða purpuralitar þegar börkurinn í þeim verður fyrir birtu.

Næfurfura
Næfurfura við Jogyesa (Búddahof) í Seoul, Suður Kóreu
Næfurfura við Jogyesa (Búddahof) í Seoul, Suður Kóreu
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Þallarætt (Pinaceae)
Ættkvísl: Fura (Pinus)
Undirættkvísl: Quinquefoliae subsect. Gerardianae
Tegund:
P. bungeana

Tvínefni
Pinus bungeana
Zucc. ex Endl.
Samheiti
  • Pinus excorticata Lindl. & Gordon[2][3]
Næfurfura í Kew Gardens, London, England
Nærmynd af stofnum

Litningatalan er 2n = 24.[7]

Útbreiðsla og búsvæði breyta

Pinus bungeana er ættuð úr fjöllum Kína, en er ræktuð víða til skrauts, ekki síst vegna skrautlegs barkarins.[1] Hún er orðin ílend í Sierra de la Ventana í Austur-Argentínu.[heimild vantar]

 
Nærmynd af berki

Nytjar breyta

Næfurfura er ræktuð til skrauts. Í Austurlöndum er hún táknræn fyrir langlífi og þar er henni því oft plantað við hof og í opinberum görðum. Á heimaslóðum er viðurinn nýttur og fræin étin.[8][9] Hún er einnig nokkuð víða í grasagörðum og er oft margstofna. Börkurinn er sérstaklega litfagur eftir rigningar.

 
Börkur og barr

Tilvísanir breyta

  1. 1,0 1,1 Bachman, S. (RBG Kew); Farjon, A. (RBG Kew); Gardner, M. (RBG Edinburgh); Thomas, P. (RBG Edinburgh); Luscombe, D. (Forestry Comm. Bedgebury) & Reynolds, C. (Forestry Comm. Bedgebury) (2007). Pinus bungeana. Rauði listi IUCN yfir tegundir í hættu. 2012.2. Sótt 2. júní 2013.
  2. World Checklist of Selected Plant Families. Pinus bungeana. Sótt 7 apríl 2013.
  3. Pinus bungeana The PlantList“. Afrit af upprunalegu geymt þann 2. janúar 2016. Sótt 5. nóvember 2018.
  4. "Pinus bungeana". Natural Resources Conservation Service PLANTS Database. USDA. Retrieved 4 October 2015.
  5. Fu, Liguo; Li, Nan; Elias, Thomas S.; Mill, Robert R. "Pinus bungeana". Flora of China. 4. Retrieved 2018-08-16 – via eFloras.org, Missouri Botanical Garden, St. Louis, MO & Harvard University Herbaria, Cambridge, MA.
  6. Earle, Christopher J., ed. (2018). "Pinus bungeana". The Gymnosperm Database.
  7. Tropicos. [1]
  8. Aljos Farjon: A Handbook of the World's Conifers, Band 2, S. 644
  9. James E. Eckenwalder: Conifers of the World, S. 416

Viðbótarlesning breyta

Ytri tenglar breyta

   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.