Lindifura
Lindifura (fræðiheiti Pinus cembra) er furutegund sem finnst í Ölpunum, Karpatafjöllum, í Tatrafjöllum í Póllandi, Frakklandi, Ítalíu, Austurríki, Þýskalandi, Slóveníu, Slóvakíu, Úkraníu og Rúmeníu. Lindifura vex vanalega í 1500-2200 m hæð. Tréð verður 25-35 m hátt og 1,5 m að ummáli. Nálarnar eru 5 - 9 sm langar og könglarnir eru 4-8 sm langir. Fræin eru 8-12 mm löng.
Lindifura | ||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Lindifura sem vex í Dachstein í Austurríki
| ||||||||||||||||
Ástand stofns | ||||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||
| ||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||
Pinus cembra L. | ||||||||||||||||
Útbreiðsla lindifuru
|
Lindifura hefur þol fyrir ryðsveppasjúkdómum sem herja á aðrar skyldar furutegundir.
Lindifurur eru vinsælt skrautré í skrúðgörðum og vaxa jafnt en hægt í köldu loftslagi. Þær þola vel mikinn vetrarkulda og eru vindþolnar. Fræin eru tínd og seld sem furuhnetur.
Á Íslandi
breytaLindifura var með fyrstu furutegundum sem prófuð var hér á Íslandi. Plöntur frá garðyrkjustöð á Jótlandi voru gróðursettar á Þingvöllum og Grund í Eyjafirði árið 1903. Þessar plöntur uxu hægt og þær kól oft. Árið 1905 voru flutt inn heil býsn af fræi, ein 50 kg, og því sáð í beð á Hallormsstað. Sáningin gekk mjög illa, því aðeins tæplega 90 plöntur lifðu af og náðu sér á strik. [2]Lindifura í Hallormsstaðaskógi var valin tré ársins 2007. [3]
Tenglar
breytaTilvísanir
breyta- ↑ Farjon, A. (2017). „Pinus cembra“. The IUCN Red List of Threatened Species. IUCN. 2017: e.T42349A95684563. doi:10.2305/IUCN.UK.2017-2.RLTS.T42349A95684563.en. Sótt 13. desember 2017.
- ↑ Lindifura Mbl.is, Skoðað 20. apríl, 2016
- ↑ Tré ársins 2007 Geymt 15 apríl 2017 í Wayback Machine Skog.is. skoðað 20. apríl, 2016.