Lindifura

Trjátegund í flokki barrtrjáa

Lindifura (fræðiheiti Pinus cembra) er furutegund sem finnst í Ölpunum, Karpatafjöllum, í Tatrafjöllum í Póllandi, Frakklandi, Ítalíu, Austurríki, Þýskalandi, Slóveníu, Slóvakíu, Úkraníu og Rúmeníu. Lindifura vex vanalega í 1500-2200 m hæð. Tréð verður 25-35 m hátt og 1,5 m að ummáli. Nálarnar eru 5 - 9 sm langar og könglarnir eru 4-8 sm langir. Fræin eru 8-12 mm löng.

Lindifura
Lindifura sem vex í Dachstein í Austurríki
Lindifura sem vex í Dachstein í Austurríki
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Þallarætt (Pinaceae)
Ættkvísl: Fura (Pinus)
Undirættkvísl: Strobus
subsection Strobus
Tegund:
P. cembra

Tvínefni
Pinus cembra
L.
Útbreiðsla lindifuru
Útbreiðsla lindifuru
Pinus cembra

Lindifura hefur þol fyrir ryðsveppasjúkdómum sem herja á aðrar skyldar furutegundir.

nálar og könglar á lindifuru

Lindifurur eru vinsælt skrautré í skrúðgörðum og vaxa jafnt en hægt í köldu loftslagi. Þær þola vel mikinn vetrarkulda og eru vindþolnar. Fræin eru tínd og seld sem furuhnetur.

Á ÍslandiBreyta

Lindifura var með fyrstu furutegundum sem prófuð var hér á Íslandi. Plöntur frá garðyrkjustöð á Jótlandi voru gróðursettar á Þingvöllum og Grund í Eyjafirði árið 1903. Þessar plöntur uxu hægt og þær kól oft. Árið 1905 voru flutt inn heil býsn af fræi, ein 50 kg, og því sáð í beð á Hallormsstað. Sáningin gekk mjög illa, því aðeins tæplega 90 plöntur lifðu af og náðu sér á strik. [2]Lindifura í Hallormsstaðaskógi var valin tré ársins 2007. [3]

 
Pinus cembra

TenglarBreyta

TilvísanirBreyta

  1. Farjon, A. (2017). Pinus cembra. The IUCN Red List of Threatened Species. IUCN. 2017: e.T42349A95684563. doi:10.2305/IUCN.UK.2017-2.RLTS.T42349A95684563.en. Sótt 13 December 2017.
  2. Lindifura Mbl.is, Skoðað 20. apríl, 2016
  3. Tré ársins 2007 Geymt 2017-04-15 í Wayback Machine Skog.is. skoðað 20. apríl, 2016.
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
 
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
 
Wikilífverur eru með efni sem tengist