Hunangsfluga einnig nefndar humlur (fræðiheiti: Bombus) er vængjað og flugfært félagsskordýr af samnefndri ættkvísl af hunangsfluguætt (einnig kölluð býflugnaætt). Tegundirnar eru um 250 talsins. Hunangsflugur, líkt og býflugur sem þær eru skyldar í gegnum hunangsfluguætt, nærast á blómasafa og safna frjódufti til að fæða afkvæmi sín.

Hunangsflugur
Karlkyns jarðhumla að næla sér í blómsykur
Karlkyns jarðhumla að næla sér í blómsykur
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Liðdýr (Arthropoda)
Flokkur: Skordýr (Insecta)
Ættbálkur: Æðvængjur (Hymenoptera)
Ætt: Hunangsfluguætt eða býflugnaætt (Apidae)
Undirætt: Hunangsflugnaundirætt (Apinae)
Ættflokkur: Bombini
Ættkvísl: Hunangsflugur (Bombus)
Latreille, 1802

Hunangsflugur á Íslandi

breyta

Á Íslandi eru þrjár tegundir hunangsflugna; móhumla (Bombus jonellus) sem hefur líklega verið á Íslandi frá lokum síðustu ísaldar, garðhumla (Bombus hortorum) sem nam land um 1960 og húshumla (Bombus lucorum) sem nam land árið 1979. Jarðhumla (Bombus terrestris) hefur líka haft einhverja viðkomu á landinu.[1] Að auki hafa rauðhumlur (Bombus hypnorum) nýlega sést á Íslandi og er talið líklegt að þær festi rætur þar.[2] Það er algengur misskilningur að hunangsflugan deyi eftir að hafa stungið en svo er ekki,[3] hún er yfirleytt friðsæl og stingur ekki nema að henni sé ógnað en hún getur stungið oftar en einu sinni.

Heimild

breyta
  1. „Innlendar belgjurtir – fræræktarmöguleikar“ (PDF).
  2. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 25. janúar 2021. Sótt 31. maí 2010.
  3. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 23. júlí 2010. Sótt 1. júní 2010.

Tenglar

breyta