Níkos Anastasíaðís

7. forseti Kýpur
(Endurbeint frá Nicos Anastasiades)

Níkos Anastasíaðís (grískt letur: Νίκος Αναστασιάδης; f. 27. september 1946) er kýpverskur stjórnmálamaður sem var forseti Kýpur frá árinu 2013 til ársins 2023. Hann var leiðtogi hægrisinnaða stjórnmálaflokksins DISY (Lýðræðissamkundunnar) frá 1997 til 2013.

Níkos Anastasíaðís
Νίκος Αναστασιάδης
Anastasíaðís árið 2019.
Forseti Kýpur
Í embætti
28. febrúar 2013 – 28. febrúar 2023
ForveriDímítrís Krístofías
EftirmaðurNíkos Krístoðúlíðís
Persónulegar upplýsingar
Fæddur27. september 1946 (1946-09-27) (78 ára)
Pera Pedi, Kýpur
ÞjóðerniKýpverskur (grískur)
StjórnmálaflokkurDISY
MakiAndri Mústakúdi ​(g. 1971)
TrúarbrögðGríska rétttrúnaðarkirkjan
Börn2
HáskóliHáskólinn í Aþenu
University College London
StarfForseti Kýpur
Undirskrift

Æviágrip

breyta

Níkos Anastasíaðís er fæddur í þorpinu Pera Pedi á suðvesturhluta Kýpur. Hann nam lögfræði við Háskólann í Aþenu og útskrifaðist með lagagráðu og gráðu í sjóflutningum frá University College London árið 1971. Hann er kvæntur og á tvær dætur. Anastasíaðís starfaði sem viðskiptalögfræðingur áður en hann hóf feril í stjórnmálum.[1] Anastasíaðis er hlynntur Evrópusamstarfi og sat samfellt á þingi kýpverska lýðveldisins frá 1981 til 2013.[2] Hann var einn af stofnendum DISY-flokksins.

Anastasíaðís bauð sig fram í forsetakosningum Kýpur árið 2013. Hann gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir viðbrögð hennar við efnahagskreppunni í landinu og mælti með samþykkt á björgunarpakka Evrópusambandsins í stað þess að grípa til niðurskurðaraðgerða. Hann vann sigur í annarri umferð kosninganna með 57,48 % atkvæða á móti Stavros Malas, frambjóðanda kommúnistaflokksins AKEL, sem hlaut 42,52 %.

Anastasíaðís atti aftur kappi við Malas í forsetakosningum Kýpur árið 2018. Hann lenti þar í fyrsta sæti í fyrri umferð[3] og var síðan endurkjörinn með 55,99 % atkvæða í annarri umferð. Á forsetatíð sinni hefur Anastasíadís meðal annars unnið að kerfisumbótum að beiðni framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins til þess að Kýpur geti hlotið efnahagshjálp.[1]

Anastasíaðís hefur lækkað framlög til velferðarmála og lífeyrissjóða en hefur hækkað virðisaukaskatta og eldsneytisskatta. Hann ákvað jafnframt að láta fækka embættismönnum.[4]

Í október 2021 var Anastasíaðís meðal þeirra sem Pandóruskjölin nafngreindu sem eiganda skúffufyrirtækja á aflandseyjum.[5]

Tilvísanir

breyta
  1. 1,0 1,1 „Le conservateur Nicos Anastasiades a été élu président de Chypre“ (franska). Le Monde. 25. febrúar 2013. Sótt 4. desember 2021.
  2. „Nicos Anastasiades, un pragmatique pro-Européen à la tête de Chypre“ (franska). Le Point. 4. febrúar 2018. Sótt 4. desember 2021.
  3. „Présidentielle à Chypre : le sortant, Nicos Anastasiades, arrivé en tête du premier tour“ (franska). Le Monde. 28. janúar 2018. Sótt 4. desember 2021.
  4. „A Chypre, les mesures d'austérité dépassent les demandes de la Troïka“ (franska). RFI. 14. október 2013. Sótt 4. desember 2021.
  5. „Pandora Papers: nouvelles révélations sur la finance offshore“. paperjam.lu. Sótt 4. desember 2021.


Fyrirrennari:
Dímítrís Krístofías
Forseti Kýpur
(28. febrúar 201328. febrúar 2023)
Eftirmaður:
Níkos Krístoðúlíðís