Háskólinn í Aþenu
Háskólinn í Aþenu (gríska: Εθνικόν και Καποδιστριακόν Πανεπιστήμιον Αθηνών) er háskóli í höfuðborg Grikklands Aþenu sem stofnaður var árið 1837. Í dag er hann annar stærsti háskóli Grikklands en þar læra yfir 50.000 nemendur. Hann er einn besti háskóli á Grikklandi og 177. besti í heimi samkvæmt lista Times Higher Education.