Niðfura (fræðiheiti: Pinus thunbergii[3][4]) er furutegund ættuð frá strandsvæðum Japan (Kyūshū, Shikoku og Honshū) og Suður Kórea.[5]

Niðfura
Ungt tré í Kóreu
Ungt tré í Kóreu
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Þallarætt (Pinaceae)
Ættkvísl: Fura (Pinus)
Undirættkvísl: Pinus
sect. Pinus
subsection Pinus
Tegund:
P. thunbergii

Tvínefni
Pinus thunbergii
Parl.
Samheiti
  • Pinus thunbergiana Franco
  • Pinus massoniana Siebold & Zucc [2]
  • Pinus sylvestris Thunb.

LýsingBreyta

Niðfura getur náð 40 m hæð og 2m í þvermál, en nær því sjaldan nema á náttúrulegu útbreiðslusvæði sínu. Nálarnar eru tvær saman með hvíta hulsu neðan til, 7–12 sm langar, oftast undnar og dökkgrænar; Könglarnir eru 4 til 7 sm langir, með smáum göddum á enda hreisturskeljanna, þroskast á tvemur árum. Karlkönglarnir eru 1 til 2 sm langir, 12 til 20 saman á enda nývaxtar að vori. Börkurinn er grár á ungum trjám og minni greinum, en verður svartur og og skeljaður með aldri á stærri greinum og stofni; verður mjög þykkur á eldri stofnum.

Litningatalan er 2n = 24.[6]

VistfræðiBreyta

Ín Norður Ameríku er lifun þess lítil vegna innfædds þráðorms: Bursaphelenchus xylophilus, sem er dreift af bjöllum. Í kjölfarið kemur sveppasýking sem dregur tréð fljótt til dauða. Þessi þráðormur er nú einnig kominn til Japans og ógnar tegundinni í heimkynnum hennar.

NytjarBreyta

Vegna þols gegn mengun og salti hefur niðfura verið vinsæl í ræktun. Í Japan er það víða notað í görðum, bæði klippt til sem "Niwaki" (formað), og sem fullvaxið óklippt tré. Þetta er sígild bonsai tegund. Hún getur þrifist í mið Evrópu en er sjaldan notuð vegna hægs vaxtar og að hún þolir ekki blautan snjó.[7]

FlokkunBreyta

Fyrst var tegundinni lýst af Filippo Parlatore 1868.[8]

Fræðiheitið thunbergii er til heiðurs sænska læknisins, grasafræðingsins og landkönnuðarins Carl Peter Thunberg (1743-1825), sem var nemi hjá Carl von Linnaeus, og dvaldi hann 1775-78 í Batavia og Japan. Hann ritaði fyrstu flóru Japans þar sem hann ranglega greindi tegundina sem skógarfuru (Pinus sylvestris).[9][10]

BlendingarBreyta

Niðfura myndar náttúrulega blendinga með rauðfuru (Pinus densiflora): Pinus × densithunbergii.[11][7] Hún myndar einnig blendinga með svartfuru (Pinus nigra), en ekki með skógarfuru (Pinus sylvestris). Blendingarnir með rauð og svartfuru vaxa hraðar að minnsta kosti fyrstu árin en foreldrategundirnar.[10]

MyndirBreyta

TilvísanirBreyta

  1. Farjon, A. (2013). Pinus thunbergii. The IUCN Red List of Threatened Species. IUCN. 2013: e.T42423A2979140. doi:10.2305/IUCN.UK.2013-1.RLTS.T42423A2979140.en. Sótt 15 December 2017.
  2. Pinus thunbergii. In: The Plant List.
  3. English Names for Korean Native Plants (PDF). Pocheon: Korea National Arboretum. 2015. bls. 575. ISBN 978-89-97450-98-5. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 25 May 2017. Sótt 17 December 2016 – gegnum Korea Forest Service.
  4. "Pinus thunbergii". Natural Resources Conservation Service PLANTS Database. USDA.
  5. Pinus thunbergii Flora of China
  6. Tropicos. [1]
  7. 7,0 7,1 Schütt et al.: Lexikon der Baum- und Straucharten, S. 384.
  8. Pinus thunbergii The International Plant Name Index
  9. Genaust: Etymologisches Wörterbuch der botanischen Pflanzennamen, S. 643.
  10. 10,0 10,1 James E. Eckenwalder: Conifers of the World, S. 486.
  11. Aljos Farjon: A Handbook of the World's Conifers. Band 2, S. 662, 663.


Ytri tenglarBreyta


 
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
 
Wikilífverur eru með efni sem tengist
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.