Shikoku

minnst fjögurra aðaleyja Japans

Shikoku (japanska: 四国, fjögur héruð) er ein fjögurra aðaleyja Japans og er þeirra minnst. Íbúafjöldi er tæpar 4 milljónir og er eyjan tæpir 19.000 ferkílómetrar að flatarmáli. Shikoku er suður af stærstu eyjunni Honshu og austur af Kyushu. Eyjan er fjallend og er hæsti punkturinn 1.982 metrar. Engin eldfjöll eru á henni ólíkt hinum aðaleyjunum.

Shikoku.
Kochi-kastali.

Þau fjögur héruð sem eyjan samanstendur af eru: Awa, Tosa, Sanuki og Iyo.

Heimildir

breyta

Fyrirmynd greinarinnar var „Shikoku“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 10. júní 2019.