Bursaphelenchus xylophilus

Bursaphelenchus xylophilus, er tegund af þráðormi sem sýkir furur.[1][2] Hann kemur fyrir í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó. Hann hefur einnig fundist í Japan, Kína, Taiwan, Kóreu, og Portúgal.[2]

Bursaphelenchus xylophilus
male with spicule visible
male with spicule visible
Vísindaleg flokkun
Ríki: Animalia
Fylking: Nematoda
Flokkur: Secernentea
Undirflokkur: Tylenchia
Ættbálkur: Aphelenchida
Yfirætt: Aphelenchoidoidea
Ætt: Parasitaphelenchidae
Undirætt: Bursaphelenchinae
Ættkvísl: Bursaphelenchus
Tegund:
B. xylophilus

Tvínefni
Bursaphelenchus xylophilus
(Steiner & Buhrer) Nickle

Tegundir af ættkvíslinni Bursaphelenchus eru illgreinanlegar frá hver annrri vegna mikilla líkinda í ytri útlitseinkennum.[3][4]

Furudauði ("Pine mortality") í Japan var fyrst skráður af Munemoto Yano (矢野宗幹) í Nagasakihéraði 1905.[5]

Þráðormurinn fannst fyrst í fenjafuru (Pinus palustris) í Louisiana, Bandaríkjunum. Steiner og Burhrer tilkynntu hann sem nýja tegund, og nefndu hana Aphelenchoides xylophilus 1934.[6] Japönsku plöntusjúkdómafræðingarnir Tomoya Kiyohara (清原友也) og Yozan Tokushige (徳重陽山), uppgötvuðu marga ókennilega þráðorma 1969 á dauðum furum kringum Kyushu eyjar í Japan.[7] Í rannsóknarskyni smituðu þeir heilbrigða furu og önnur barrtré með þráðorminum og drápust fururnar, sérstaklega rauðfura og niðfura. Hinsvegar lifðu Pinus taeda, gráfura, Cryptomeria og Chamaecyparis obtusa af.[8] Niðurstaða þeirra var að þráðormurinn var ástæða aukinna affalla á japönskum furum.

Ári eftir útgáfu greinarinnar eftir Kiyohara og Tokushige, Yasuharu Mamiya (真宮靖治) og T. Kiyohara lögðu fram að þráðormurinn væri ástæðan fyrir furudauða, og að þetta væri ný tegund. Þeir nefndu hana Bursaphelenchus lignicolous .[9] Bursaphelenchus lingnicolous, var endurflokkuð sem B. xylophilus in 1981.[10]

Faraldrar eru sérstaklega í heitum og þurrum sumrum.[3][11][12][13]


B. xylophilus er með stysta lífsferil þekktra skíkjudýra. Í ræktun á rannsóknarstofu hefur ferillinn aðeins tekið fjóra daga. Í náttúrunni fjölgar hann sér hraðast á sumrin og myndar fjölda afkvæma sem dreifast eftir æðakerfi furanna í stofn, greinar og rætur. Ef að trjáfrumur eru ekki lengur aðgengilegar getur þráðormurinn nærst og fjölgað sér á sveppþráðum sem vaxa í æðakerfinu. Á haustin og veturna verður þráðormurinn óvirkur.[3][4][14]

Jafnskjótt og að þráðormurinn var þekktur sem ástæða furudauða var ljóst að bjöllutegundin Monochamus alternatus ætti mikla hlutdeild í dreifingunni.[15] Þráðormurinn smitast með fleiri tegundum barkarbjalla og viðarbjalla, og tengist helst tegundum í ættkvíslinni Monochamus.

[16]

Furuno(1982)[17] rannsakaði furur í japönskum skógum og flokkað þær eftir þoli. Furur með "Mikið þol" drepast sjaldan vegna sníkjudýrsins, en smáplöntur og veikluð tré geta drepist.[3][17]

Mikið þol
Pinus taeda, P. elliottii, P. palustris, P. rigida, P. taiwanensis
Lítið þol
P. strobus, P. massoniana, P. resinosa, P. tabulaeformis, P. banksiana, P. contorta, P. thumb×P. masso
Lítið smitnæmi
P. bungeana, P. monticola, P. parviflora, P. strobiformis, P. densiflora

, P. pinaster, P. sylvestris, P. ponderosa, P. rudis, P. pseudostrobus, P. oocarpa, P. radiata, P. greggii

Mikið smitnæmi
P. koraiensis, P. leiophylla, P. luchuensis, P. thunbergii, P. nigra, P. mugo, P. khasya, P. muricata

Eftirlit í Evrópu

breyta

Fylgst er með stöðunni í Evrópu á http://www.efiatlantic.efi.int/portal/policy_support/pine_wood_nematode_information/

Innflutningsbann er á ómeðhöndluðu timbri frá Bandaríkjunum og Kanada. Smituð tré eru ýmist brennd eða kurluð, og allt timbur sem er flutt erlendis er annaðhvort gasmeðhöndlað eða hitaþurrkað. Þrátt fyrir varnaraðgerðir hefur þráðormurinn fundist í Portúgal og gæti dreifst um Evrópu .[3][11][12][13][4]


Myndir

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. Bursaphelenchus xylophilus, Pine Wilt Nematode. Nematology. University of Nebraska, Lincoln.
  2. 2,0 2,1 Bursaphelenchus xylophilus. Geymt 4 janúar 2012 í Wayback Machine Nemaplex. UC Davis.
  3. 3,0 3,1 3,2 3,3 3,4 Dwinell, L. D. and W. R. Nickle. (1989). An Overview of the Pine Wood Nematode Ban in North America. Gen. Tech. Rep. SE-55. Asheville, North Carolina: USDA, Forest Service, Southeastern Forest Experiment Station.
  4. 4,0 4,1 4,2 Cram, M. and J. Hanson. How to Identify and Manage Pine Wilt Disease and Treat Wood Products Infested by the Pinewood Nematodes. Geymt 24 ágúst 2011 í Wayback Machine NA-FR-01-04. USDA, Forest Service
  5. Yano, M. (1905) 長崎県下松樹枯死原因調査. 山林公報4
  6. Steiner, G.; Burher, E.M. (1934) Aphelenchoides xylophilus, n. sp, a nematode associated with blue stain and other fungi in timber. Journal of Agriculture Research 48944951.
  7. Tokushige, Y. and Kiyohara, T. (1969)Bursaphelenchus sp. in the wood of dead pine trees. 日本林学会誌51(7): 193-195.
  8. Kiyohara, T. and Tokushige, Y. (1971) Inoculation experiment of a nematode, Bursaphelenchus sp., onto pine trees. 日本林学会誌53(7): 193-195.
  9. Mamiya, Y.; Kiyohara, T. (1972) Description of Bursaphelenchus lignicolous n. sp. (Nematode: Aphelenchoidae) from pine wood and histopahology of nematode infected trees. Nematology 18(1): 120-124.
  10. Nickle, W.R.; Golden, A.M.; Mamiya, Y.; Wergin, W.P. (1981) On the taxonomy and morphology of the pine wood nematode.
  11. 11,0 11,1 Mota, M. M. and P. C. Vieira. 2008. Pine wilt disease in portugal. In: Pine Wilt Disease. Springer Japan. pp 33-38.
  12. 12,0 12,1 Mota, M. M. and P. C. Vieira (eds.) Pine Wilt Disease: A Worldwide Threat to Forest Ecosystems. Springer. 2008. ISBN 978-1-4020-8454-6
  13. 13,0 13,1 Suzuki, K. 2002. Pine Wilt Disease: a threat to pine forest in Europe. Dendrobiology 48, 71-74.
  14. Bursaphelenchus xylophilus (nematode). Geymt 4 mars 2016 í Wayback Machine Global Invasive Species Database.
  15. Morimoto, K. and Iwasaki(1972)Role of Monochamus alternatus as a vector of Bursaphelenchus lignicolous. 日本林学会誌54(6): 177-183.
  16. Kuroda, K.; Yamada, T.; Mineo, K.; Tamura, H. (1989)Effect of cavitation on the development of pine wilt disease caused by Bursaphelenchus xylophilus. 日本植物病理学会報54(5) : 606-615.
  17. 17,0 17,1 Furuno, T. (1982) Studies on the Insect Damage upon the Pine-species imported in Japan : (No.7) On the Withering of the pines by the Pine Wilt. Bulletin of Kyoto University Forests 54, 16-30.

Ytri tenglar

breyta