Norlandair
Norlandair er flugfélag með aðsetur á Akureyri. Félagið var stofnað árið 2008 til að taka við rekstri Twin Otter-véla Icelandair. Félagið rekur áætlunarflug milli Reykjavíkur og Bíldudals og Gjögurs, og milli Akureyrar og Þórshafnar, Vopnafjarðar, Grímseyjar og Nerlerit Inaat-flugvallar í Scoresby-sundi á Grænlandi. Air Greenland á fjórðungshlut í félaginu eftir að það keypti þriðju Twin Otter-vélina frá þeim árið 2011.