Æfingar tunglfara í Þingeyjarsýslum

Æfingar Apollo tunglfara í Þingeyjarsýslum fóru fram á sjöunda áratug 20. aldar. Þá sendi Geimferðastofnun Bandaríkjanna tvo hópa væntanlegra Apollo tunglfara til æfinga og þjálfunar í jarðfræði á jarðfræðilega virkum svæðum í Þingeyjarsýslum. Fyrri hópurinn kom til Íslands sumarið 1965 og síðari hópurinn sumarið 1967. Markmið æfinganna á Íslandi var að auka skilning tunglfaranna á jarðfræði, svo þeir gætu valið betur þau sýni sem þeir fluttu heim frá Tunglinu.

Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur, Bill Anders úr áhöfn Apollo 8 og Dr. Ted Foss, yfirmaður jarðfræðisviðs hjá NASA. Myndin er tekin sumarið 1967 við Nautagil.

Æfingunum eru gerð skil á sýningu í Könnunarsögusafninu á Húsavík. Meðal tunglfara sem æfðu í Þingeyjarsýslum voru Bill Anders sem fór í fyrsta mannaða flugið umhverfis tunglsið árið 1968 og Neil Armstrong sem varð fyrstur manna til að stíga fæti á Tunglið árið 1969.

Nautagil

breyta

Meðal þeirra staða sem tunglfararnir æfðu á var nafnlaust gil sunnan við Drekagil. Jarðfræðingarnir Sigurður Þórarinsson og Guðmundur E. Sigvaldason gáfu gilinu nafnið Nautagil, en þar hafa aldrei verið naut. Nafnið er dregið af enska orðinu Astronaut og er gilið því kennt við æfingar tunglfaranna.

Tenglar

breyta