Geimfari er sá sem fer út í geim um borð í geimfari, og er meðlimur áhafnar. Skilgreining geimfara er breytileg, til dæmis í Bandaríkjum er geimfari sá sem hefur flogið í meiri hæð en 80 km, en FAI telur geimfari vera sá sem hefur flogið meira en 100 km.

Geimfari Bruce McCandless II, árið 1984.

Seinni helming 20. aldarinnar voru stóveldin Bandaríkin og Sovétríkin í nokkurs konar kapphlaupi um geiminn. Framan af voru Sovétríkin í forystu. Júrí Gagarín frá Sovétríkjunum var fyrsti maðurinn sem fór út í geiminn árið 1961 og Valentína Tereshkova var fyrst kvenna út í geim árið 1963. Síðar tóku Bandaríkjamenn forystuna, en Neil Armstrong steig fyrstur manna fæti á tunglið árið 1969.

Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.