Geimfari
Geimfari er sá sem fer út í geim um borð í geimfari, og er meðlimur áhafnar. Skilgreining geimfara er breytileg, til dæmis í Bandaríkjum er geimfari sá sem hefur flogið í meiri hæð en 80 km, en FAI telur geimfari vera sá sem hefur flogið meira en 100 km.
Seinni helming 20. aldarinnar voru stóveldin Bandaríkin og Sovétríkin í nokkurs konar kapphlaupi um geiminn. Framan af voru Sovétríkin í forystu. Júrí Gagarín frá Sovétríkjunum var fyrsti maðurinn sem fór út í geiminn árið 1961 og Valentína Tereshkova var fyrst kvenna út í geim árið 1963. Síðar tóku Bandaríkjamenn forystuna, en Neil Armstrong steig fyrstur manna fæti á tunglið árið 1969.