Operation Rescue
Operation Rescue eða Opeartion National Rescue voru bandarísk íhaldssöm kristin grasrótarsamtök sem börðust gegn þungunarrofi. Samtökin voru stofnuð af Randall Terry árið 1986. Samtökin börðust fyrir réttindum ófæddra barna til lífs, og lögðu þungunarrof að jöfnu við morð. Samtökin stóðu fyrir fjölmennum mótmælum og ögrandi mótmælastöðum við læknastöðvar sem framkvæma þungunarrof. Félagsmenn samtakanna hótuðu starfsfólki og læknum og gripu til líkamlegs ofbeldis, sprengjuhótana og jafnvel morða. Slagorð samtakanna var "ef þú trúir að þungunarrof sé morð, láttu eins og það sé morð"[1]
Samtökin voru áberandi í lok níunda áratugar tuttugustu aldar. Árið 1999 klofnuðu samtökin. Móðursamtökin tóku upp nafnið Operation Save America, en klofningshópur Í Kalíforníu tók upp nafnið Operation Rescue, sem flutti höfuðstöðvar sínar til Kansas árið 2002. Bæði Operation Rescue og Operation Save America eru virk og berjast gegn þungunarrofi og afkristnun bandarísks samfélags.
Saga
breytaSamtökin nýttu baráttuaðferðir mannréttindahreyfinga sjöunda áratugarins, hreyfinga blökkumanna, femínista og umhverfisverndarsinna. Mótmælastöður, borgaraleg óhlýðni og málflutningur sem byggðist á réttindindabaráttu, réttindum óffæddra barna sem væru fótum troðin með dómi hæstaréttar Roe v Wade. Félagsmenn samtakanna hlekkjuðu sig við dyr læknastöðva til þess að hindra aðgangi kvenna.[2]
Samtökin uxu mjög hratt eftir stofnun 1986, en lentu í fjárhagsvandræðum og í lok áratugarins hafði fjarað undan samtökunum. Margir predíkarar í evangelískum söfnuðum tóku að fordæma baráttuaðferðir samtakanna sem þóttu of ofbeldisfullar. Þá stóðu samtökin í málaferlum eftir að kvenréttindasamtökin NOW höfðað mál gegn Operation Rescue á grundvelli brota á lögum um skipulega glæpastarfsemi. Samtökin samanstóðu þá af fámennum hópi aðgerðarsinna sem ferðuðust um Bandaríkin og lifðu á matargjöfum og fjárstuðningi frá velgjörðarfólki samtakanna sem skaut yfir þá skjólshúsi. Aðgerðarsinnar skipulögðu mótmæli í ólíkum borgum og aðstoðuðu kristna andstæðinga þungunarrofs við að skipuleggja mótmæli.
Stærstu aðgerðir samtakanna voru sumarið 1991, hið svokallaða Summer of Mercy í Wichita, Kansas, þar sem George Tiller rak læknastofu. Tiller var einn fárra lækna í Bandaríkjunum sem framkvæmdi þungunarrof á síðari stigum meðgöngu. Andstæðingar þungunarrofs kölluðu Tller "Tiller, The Baby Killer."
Árið 1994 skrifaði Bill Clinton undir lög sem mótmælendum að hefta aðgengi kvenna að læknastöðvum með hótnunum, móðgunum eða smánun, eða með því að reyna með líkamlegum hætti að tálma þeim inngöngu. Eftir að þær aðgerðir sem Operation Rescue höfðu beitt við mótmæli voru gerðar ólöglegar fjaraði undan samtökunum.. [3]
Forystu og nafnbreytingar
breytaÁrið 1994 yfirgaf Randall Terry samtökin og tók Philip Benham við af honum. Þar sem samtökin höfðu aldrei höfundarréttarvarið nafn sitt höfðu mörg mismunandi samtök í Bandaríkjunum byrjað að nota nafnið. Þar með breytti Benham nafni samtakanna í Operation save America árið 1996 sem þau notast ennþá við í dag ásamt því að nota nafnið Operation Rescue. [4]
Tilvísanir
breyta- ↑ Hartman 2015, bls. 93 - 94
- ↑ „Stríðið gegn konum“. Stundin. Sótt 28. október 2020.
- ↑ Doan 2007, bls. 87 - 88
- ↑ „Operation Rescue | Encyclopedia.com“. www.encyclopedia.com. Sótt 28. október 2020.