Jerry Lamon Falwell eldri (11. ágúst 1933 – 15. maí 2007) var bandarískur prestur, sjóvarpspredikari og íhaldssamur aðgerðarsinni. Hann var var prestur í Thomas Road baptistakirkjunni, en sú kirkja telur óvenju marga meðlimi. Falwell stofnaði tvo kristilega skóla, Lynchburg Christian Academy (nú Liberty Christian Academy) árið 1967 og Liberty University 1971 og var meðstofnandi Motal Majority árið 1979. Hann lést skyndilega út hjartastoppi árið 2007 á skrifstofu sinni í Liberty háskólanum, 73 ára að aldri. Hann var jarðaður á háskólalóðinni.

Jerry Falwell Sr.

Fyrstu árin

breyta

Falwell fæddist í Lynchburg, Virginíu þann 11. ágúst 1933. Foreldrar hans voru Helen Virginia og Varey Hezekiah Falwell. Faðir hans var athafnamaður, bruggari og mikill efasemdamaður. Afi Falwell var yfirlýstur trúleysingi. Falwell útskrifaðist frá Brookville High School og svo Baptist Bible háskólanum í Springfield í Missouri árið 1956, sem var ekki viðurkenndur háskóli á þeim tíma.[1]

Jerry Falwell giftist Macel Pate þann 12. apríl 1958 og saman eiga þau 3 uppkomin börn. Jerry Jr. er lögfræðingur, Jonathan er prestur og Jeannie Falwell er skurðlæknir. Þau hjón áttu í góðu sambandi og studdi Macel ávallt manninn sinn. Hún talaði um Falwell í bók sinni um að hann hafi verið lítið gefinn fyrir keppni, viðfelldinn og að hann hefði óbeit á deilum innan heimilisins og hafi reynt að forðast þær. Hann hafi gert allt sem í hans valdi stóð til að gera frúna hamingjusama. Þau hjónin voru gift í nær 50 ár eða þar til hann lést.[2]

Samtök sem Falwell tengdist

breyta

Thomas Road baptistakirkjan

breyta

Þegar Falwell var 22 ára stofnaði hann Thomas Road baptistakirkjuna við Thomas Road í Lynchburg í Virginíu. Í upphafi voru aðeins 35 meðlimir í söfnuðinum en það átti eftir að breytast því síðar varð kirkjan að “megachurch”. Sama ár byrjaði Falwell með útvarps- og sjónvarpsþætti sem báru titilinn The Old-Time Gospel Hour. Eftir að Falwell lést tók sonur hans, Jonathan, við sem prestur í kirkjunni.[3]

Liberty Christian háskólinn

breyta

Falwell stofnaði Lynchburg Christian Academy (nú Liberty Christian Academy) árið 1967. Háskólinn er kristinn skóli og hefur verið kallaður “einkaskóli fyrir hvíta nemendur” af Lynchburg News. Skólinn aðhyllist og starfar eftir aðskilnaðarstefnu. Á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar talaði Falwell gegn Martin Luther King yngri sem barðist fyrir afnámi kynþáttaaðskilnaðar í skólum.[4]

Liberty háskólinn

breyta

Árið 1971 var Jerry Falwell meðstofnandi Liberty háskólans. Háskólinn býður upp á 350 námsleiðir fyrir u.þ.b. 13.000 nemenedur í staðnámi og 90.000 nemendur í fjarnámi.[5]

Moral Majority

breyta

Moral Majority voru skammlíf stjórnmálasamtök sem stofnuð voru árið 1979 af Jerry Falwell og fleirum og leystust upp seint á níunda áratugnum. Samtökin tengdust íhaldssömum hægri mönnum og repúblikanaflokknum. Moral Majority gegndi lykilhlutverki í að virkja kristna íhaldsmenn sem pólitískt afl og þá sértaklega í forsetakosningum á níunda áratugnum.[6]

Pólitískar skoðanir

breyta

Fjölskyldur

breyta

Falwell fékk mikinn innblástur varðandi venjur og skoðanir frá Biblíunni. Hann fullyrti að kirkjan væri lykillinn að farsælli fjölskyldu. Hann sagði að kirkjan væri ekki einungis fyrir andlega leiðsögn heldur samkomustaður fyrir fólk með sams konar hugsunarhátt.[7]

Tengsl hans við bandaríska bókstafstrú

breyta

Farwell lagði mikla áherslu á bókstafstrú sem prestsþjónustu sinni, en hann hafði sótt íhaldssaman Biblíuskóla og ávallt fylgt ströngum kröfum kirkjunnar, varðandi kirkjulegan og persónulegan aðskilnað. Hann var því þekktur og virtur í félagsskap presta sem aðhylltust bókstafstrú, en margt bendir til að hann hallast nær íhaldssömu evangelísku sjónarmiði síðar á lífsleiðinni. Sögur segja að Falwell hafi neitað að mæta í teiti þar sem var boðið upp á vín snemma á lífsleiðinni, en slakaði á þeirri reglu þegar honum var boðið í stærri og fleiri teiti með fólki sem aðhylltist svipaðar íhaldssamar pólitískar skoðanir og trú..[8]

Borgararéttindi

breyta

Í þættinum The Old-Time Gospel Hour talaði Falwell reglulega um aðskilnaðarstefnununa og fylgimenn hennar sem og Lester Maddox og George Wallace. Einnig ræddi hann um Martin Luther King og sagðist efast um einlægni og friðsamar fyrirætlanir hans sem leiðtoga.[9]

Í sjónvarpsþætti hjá MSNBC árið 2005 sagðist Farwell ekki hafa neinar áhyggjur af því að John G. Roberts hefði verið tilnefndur sem yfirdómari Hæstaréttar Bandaríkjanna. John G. Roberts hafði unnið frítt í málum fyrir samkynhneigða aðgerðasinna. Falwell sagði í þættinum að ef hann væri lögfræðingur myndi hann berjast fyrir réttindum samkynhneigðra. Hann væri þó ekki sammála lífstílnum en það hefði ekkert með réttindi samkynhneigðra að gera. Þáttarstjórnandinn benti á að íhaldsmenn væru oft á móti “sérstökum” réttindum samkynhneigðra en þá vildi Farwell meina að jöfn borgararéttindi væru fyrir alla Bandaríkjamenn, hvort sem þeir væru svartir, hvítir, gulir, ríkir, fátækir, ungir, gamlir, samkynhneigðir, gagnkynheigðir og svo framvegis. Þetta væru hvorki sérstaklega frjálslynd né íhaldssöm gildi, heldur væru þau amerísk gildi sem flestir væru sammála um.[10]

Menntun

breyta

Falwell átti að til að fordæma tilteknar kennsluaðferðir í ríkisskólum og sagði að skólarnir ælu krakkana upp í trúleysi, veraldarhyggju og húmanisma. Hann vildi meina að þessar aðferðir væru andstæðar kristnu siðferði. Hann vildi að Bandaríkin breyttu um stefnu og aðferðir í menntamálum þannig að foreldrar gætu valið um að senda krakkana í ríkisskóla eða einkaskóla. Í bók sinni America can be Saved skrifar Falwell að vonist til að lifa þann dag að engir ríkisskólar fyrirfyndust í Bandaríkjunum og að allir skólar væru reknir af kirkjum og kristnu fólki.[11]

Víetnamstríðið

breyta

Falwell þótti Víetnamstríðið vandasamt því honum þótti skorta á pólitísk markmið með stríðsrekstrinum. Falwell sagði að forsetinn væri “ráðherra Guðs” og hefði fullan rétt á því að beita vopnum gegn þeim sem eru vondir.[12]

Aðskilnaðarstefna í Suður-Afríku

breyta

Á níunda áratugnum sagði Falwell að refsiaðgerðir vegna aðskilnaðarstefnu Suður-Afríku myndi leiða til verra ástands, rétt eins og byltingin í Sovétríkjunum. Hann hvatti fylgendur sína til að kaupa upp gull Krugerrands og ýta undir “endurfjárfestingu” Bandaríkjanna í Suður-Afríku. Árið 1985 var Falwell gagnrýndur fyrir að kalla friðarverðlaunahafann og erkibiskupinn Desmond Tutu loddara, sem fulltrúa svartra Suður-Afríkubúa.[13]

Samsæriskenningar gagnvart Bill Clinton

breyta

Árið 1994 dreifði Falwell og kynnti heimildamyndina The Clinton Chronicles: An investigation into the Alleged Criminal Activities of Bill Clinton. Í myndinni eru Bill Clinton og Hillary Clinton tengd við ýmsa glæpi, morð og kókaínsmygl. Þessar kenningar voru aldrei sannaðar en myndin seldist í meira en 150.000 eintökum. Falwell styrkti framleiðslu myndarinnar um 200.000 dollara árin 1994 og 1995.[14] Í kynningarefni fyrir myndina mátti finna 80 mínútna langt viðtal þar sem Falwell tók viðtal við blaðamann í skuggamynd, þar sem hann vildi ekki sýna hver hann væri því hann sagðist óttaðist um líf sitt. Þessi blaðamaður sakaði Clinton um að hafa skipulagt morð á fréttamönnum og aðstoðarmönnum sem vissu of mikið. Þessi blaðamaður í skuggamyndinni var svo í rauninni bara Patrick Matrisciana, framleiðandi myndarinnar. Árið 2005, tók Falwell þessar skoðanir sínar til baka og segist enn þann dag í dag ekki vita hvaða fullyrðingar séu sannar í þessar heimildamynd.[14]

Lagaleg álitaefni

breyta

Verðbréfaeftirlitið og skuldabréf

breyta

Árið 1972 hóf verðbréfa- og kaupþingsnefnd Bandaríkjanna rannsókn á skuldabréfaútgáfu samtaka Falwells. Nefndin kærði kirkju Falwells fyrir að svíkja út 6,5 milljónir dollara með ótryggðum skuldabréfum. Falwell og kirkjan unnu málið fyrir Alríkisdómstólnum, þar sem dómstólinn sýknaði kirkjuna af öllum sökum með því að ekki væri sýnt fram að Falwell og kirkjan hefðu ekki aðhafst í góðri trú.[15]

Falwell – Penthouse

breyta

Falwell höfðaði 10 milljón dollara mál gegn Penthouse-blaðinu fyrir að birta grein byggða á viðtölum sem hann veitti sjálfstæðum fréttamönnum, en náði ekki að sannfæra Alríkisdómstólinn um að setja lögbann á birtingu greinarinnar. Málinu var vísað frá árið 1981 á þeim forsendum að greinin væri ekki niðrandi eða bryti gegn friðhelgi Falwells.[16]

Falwell - Christopher Lamparello

breyta

Ágreiningur var um eignarhald á léninu fallwell.com. Áfrýjunardómstóll sneri við dómi héraðsdómstóls með því að Christpoher Lamparello hefði notað lénið undir vefsíðu til að gagnrýna hugmyndir en ekki til að stela kúnnum. Vefsíða Lamparello er ekki tengd Falwell en hann gagnrýnir skoðanir Falwells varðandi samkynhneigð. Lamparello vann málið og úrskurðurinn var sá að notkun Lamparellos á léninu væri lögleg.[17]

Tilvísanir

breyta
  1. Applebome, Peter (15. maí 2007). „Jerry Falwell, leading religious conservative, dies at 73“. The New York Times. Afrit af upprunalegu geymt þann 30. júní 2017.
  2. Falwell, Macel; Hemry, Melanie (13. maí 2008). Jerry Falwell: His Life and Legacy (enska). Simon and Schuster. ISBN 9781416580287.
  3. „Founder“. Liberty University. Afrit af uppruna á 14. júlí 2015.
  4. „Liberty Christian Academy - About LCA - History“. Afrit af upprunalegu geymt þann 28. febrúar 2017. Sótt 21. janúar 2017.
  5. „Liberty University“. Afrit af uppruna á 19. apríl 2014.
  6. Wertheimer, Linda (23. júní 2006). „Evangelical: Religious Right Has Distorted the Faith, (Book Review)“. Afrit af uppruna á 2. febrúar 2007. Sótt 16. nóvember 2006.
  7. Falwell, Jerry; Hindson, Edward E. (1986). The Fundamentalist Phenomenon. Baker Publishing Group. ISBN 0-8010-2958-9.
  8. Susan Harding (2001). The book of Jerry Falwell: fundamentalist language and politics. Princeton University Press, passim.
  9. Washington, James M. (1990). A Testament of Hope: the essential writings of Martin Luther King. San Francisco: Harper Collins. ISBN 0-06-064691-8.
  10. Melzer, Eartha Jane (26. ágúst 2005). „Falwell Speaks in Favour of Gay Civil Rights“. Soulfource.org. Afrit af uppruna á 14. júlí 2017. Sótt 16. nóvember 2017.
  11. „Biography: Falwell, Jerry“. Atheism.about.com. 21. nóvember 1982. Afrit af uppruna á 4. janúar 2003. Sótt 7. nóvember 2010.
  12. Falwell, Jerry (1980). Listen, America!. New York: Doubleday and Company, Inc. bls. 98. ISBN 0-385-15897-1.
  13. OSTLING, RICHARD N. (2. september 1985). „Jerry Falwell's Crusade“. Time Magazine. Afrit af uppruna á 15. október 2007. Sótt 17. maí 2007.
  14. 14,0 14,1 The Falwell connection Geymt 14 júlí 2014 í Wayback Machine eftir Murray Waas Salon.com
  15. „Religion, Politics a Potent Mix for Jerry Falwell“. NPR. Afrit af uppruna á 4. febrúar 2011. Sótt 7. nóvember 2010.
  16. "Penthouse Wins in Court Against Falwell Suit." The New York Times. 7. ágúst 1981.
  17. Paula Zahn Now, CNN: Transcript. Geymt 16 janúar 2013 í Wayback Machine 31. júlí 2006.