Núðlusúpa
Núðlusúpa er súpa gerð úr núðlum og soði. Núðlusúpa er vinsæl víða um veröld en er algengur hefðbundinn matur í Austur- og Suðaustur-Asíu. Núðlur í núðlusúpu geta verið hrísnúðlur eða eggjanúðlur. Í Asíulöndum eru mismunandi hefðir fyrir núðlusúpum. Í Kambódíu er núðlusúpur gerðar úr svínakjötsoði með rækjum, kjötbollum og svínalifur og það kryddað með hvítlauk, grænum lauk, cilantro, súraldin og hoisinsósu.
Í Myanmar er núðlusúpan Mohinga þjóðarréttur og eru það þá hrísnúðlur í kryddaðri fiskisúpu með fiski eða krabbasoði og í henni er saltaður fiskur, sítrónugras, sprotar af bananatrjám, engifer, hvítlaukur, pipar, laukur, gullinrót, hrísmjöl, mjöl úr kjúklingabaunum og matarolía.